Hasselhoff til landsins 18. október 2012 00:01 Þýskættaði leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff ætlar að skemmta landanum í febrúar. Hann lofar miklu stuði og er opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til að koma fram með sér á tónleikunum. nordicphotos/getty Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski leikarinn og söngvarinn David Hasselhoff heldur tónleika á Íslandi þann 24. febrúar næstkomandi. „Ég hef fengið þær upplýsingar að hann sé mjög spenntur fyrir því að koma hingað og ætli að taka sér nokkra daga i kringum tónleikana til að kynna sér land og þjóð,“ segir Unnar Helgi Daníelsson Beck hjá fyrirtækinu Reykjavík Rocks sem stendur að komu Hasselhoff til landsins. Unnar Helgi segir það ekki hafa verið erfitt að sannfæra Hasselhoff um að spila fyrir landann. „Hann lofar skemmtilegum tónleikum og ég er alveg viss um að þetta verður ógleymanlegt fyrir tónleikagesti. Undanfarið hef ég verið að fletta honum upp á You Tube og það er ekkert annað en snilld.“ Ekki hefur verið gengið endanlega frá tónleikstað fyrir Hasselhoff en Vodafone-höllin og Höllin koma helst til greina. David Hasselhoff fagnaði sextugsafmælinu sínu í sumar en hann er hvað frægastur fyrir hlutverk sitt sem Mitch Buchannon í sjónvarpsþáttunum Baywatch. Þættirnir um strandverðina í Los Angeles ættu að vera Íslendingum vel kunnir, en þeir nutu sérstaklega mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Hasselhoff söng einmitt frægt upphafslag þáttana. Undanfarin ár hefur Hasselhoff vakið athygli sem dómari í raunveraleikaþættinum America"s Got Talent og Britain's Got Talent. Á tónleikum syngur Hasselhoff eigið efni í bland við lög annarra.Hann kemur fram ásamt hópi dansara, en Unnar Helgi segir söngvarann opinn fyrir að skoða hvort hann geti fengið íslenska dansara til liðs við sig. „Umboðsmaðurinn segir að Hasselhoff vilji skoða hvort það komi til greina að nota dansara héðan, en það mál er í skoðun,“ segir Unnar Helgi, sem nú þegar er byrjaður að líta í kringum sig eftir tónlistarmanni til að hita upp fyrir Hasselhoff.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“