Með lag í þættinum Shameless 19. október 2012 09:04 Daníel Ágúst er mjög ánægður með að eiga lag í þáttunum Shameless.fréttablaðið/stefán "Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“