Innlent

Listaverk prýði frystigeymsluna

Reykjavíkurhöfn Athafnasvæði HB Granda er á Norðurgarði sem sést til hægri.Fréttablaðið/Friðrik
Reykjavíkurhöfn Athafnasvæði HB Granda er á Norðurgarði sem sést til hægri.Fréttablaðið/Friðrik
HB Grandi þarf að fá Samband íslenskra myndlistarmanna til að annast samkeppni um listskreytingu vegna úthlutunar lóðar fyrir frystigeymslu á athafnasvæði fyrirtækisins við gömlu höfnina í Reykjavík.

Lóðin sem HB Grandi fær er 13.699 fermetrar og er við frystihús fyrirtækisins á Norðurgarði. Í samkomulagi HB Granda við Faxaflóahafnir er undirstrikað að byggingarreiturinn sé á áberandi stað. Útlit og frágangur hússins þurfi að vera bæði fyrirtækinu og höfninni til sóma. „Þess vegna samþykkir HB Grandi hf. að láta fara fram samkeppni um listaverk í samvinnu við Samband íslenskra myndlistarmanna sem yrði komið fyrir við frystigeymsluna eða á ytra byrði hennar," segir í lóðasamkomulaginu.

„Hjá fyrirtækinu er jafnmikill áhugi fyrir þessu og hjá okkur. Þeir eru mjög jákvæðir," segir Gísli Gíslason hafnarstjóri sem kveður ásýnd gömlu hafnarinnar hægt og bítandi vera að breytast. „Allt mjakast þetta í ákveðna átt. Það er mikilvægt að allur ramminn spili saman og þetta er einn partur af því." - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×