Innlent

Reiðvegir út úr umferðarlögum

Hestamaður Hestamenn vilja ekki vélknúin ökutæki á reiðvegum.
Hestamaður Hestamenn vilja ekki vélknúin ökutæki á reiðvegum.
Hestamenn eru óánægðir með að í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ekki skilgreining á reiðvegum. Send hefur verið hvatning meðal hestamanna um að mótmæla þessu við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

„Í frumvarpi til nýrra umferðarlaga er ekki að finna skilgreiningu á reiðvegum eða neitt er varðar réttarstöðu ríðandi umferðar á skilgreindum reiðvegum, stígum eða slóðum og geri ég undirritaður alvarlegar athugasemdir við að svo sé ekki. Það verður að rúmast í nýjum umferðarlögum ákvæði þess efnis að akstur vélknúinna ökutækja sé óheimill á skilgreindum reiðstígum og slóðum," segir í stöðluðu mótmælabréfi sem hestamenn eru hvattir til að senda.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×