Innlent

200 bíða eftir afeitrun á Vogi

Gunnar Smári Egilsson.
Gunnar Smári Egilsson.
Um 200 manns bíða þess að komast í afeitrun á Vogi og í meðferðarúrræði að því loknu. Þetta kemur fram í pistli sem Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, skrifar á heimasíðu félagsins. Hann vill láta stytta biðlistana.

„10 dagar á Vogi og 28 daga meðferð að því loknu kostar ríkissjóð aðeins rúmar 400 þúsund krónur; eða um 11 þúsund krónur á dag," skrifar Gunnar Smári.

Sé miðað við bandarískar rannsóknir er kostnaðurinn við að sinna þessum sjúklingahópi ekki um 15,4 milljónir á dag. Sá kostnaður er tilkominn meðal annars vegna óvirkni fólksins, heilbrigðishjálpar, afbrota og slysa.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×