Saurmengun í Elliðavatni 25. október 2012 07:00 Elliðavatn. Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli. „Þessar niðurstöður komu okkur á óvart, sérstaklega þar sem við greindum nóróveirur á þremur stöðum þar sem þær hafa ekki greinst áður, hvorki í vatninu eða ánum. Sú veira finnst bara í meltingarvegi manna og bendir það til skólpmengunar sem kemst út í árnar og vatnið," segir Kristín Elísa Guðmundsdóttir, sem kynnti meistaraprófsverkefni sitt í umhverfis- og auðlindafræði í Háskóla Íslands í gær. Rannsóknin sýnir að í Elliðavatni er saurmengunin hátt yfir mörkum fyrir örverumengun, samkvæmt reglugerð. Í vatninu mældist mengunin sjöföld að meðaltali miðað við efri mörk þess sem telst ásættanlegt. Í ánum er mengunin miklu minni, og telst lítil samkvæmt sömu viðmiðum. Mengunin mældist mest í Elliðavatni við útfall ánna, og við Neshólma. Í ánum mældist mengunin mest í Árbæjarlóni. Árið 2009 sýndi vöktun Reykjavíkurborgar saurmengun neðst í Elliðaánum. Þá var ráðist í sérstakt mengunarvarnaátak sem enn er yfirstandandi. Mælingar í vatninu gáfu hins vegar ekki tilefni til aðgerða, að sögn Kristínar Lóu Ólafsdóttur, hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Kristín Lóa segir að niðurstöðurnar séu allrar athygli verðar en tekur fram að hún hafi ekki kynnt sér rannsóknina í smáatriðum. Niðurstöðurnar komi á óvart hvað varðar Elliðavatn í ljósi mælinganna árið 2009. „Við munum bregðast við þessum niðurstöðum, á því er enginn vafi í mínum huga," segir Kristín Lóa og minnir á að Elliðavatn liggi innan ystu marka vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins. Kristín Elísa flokkaði vatnið og árnar í rannsókn sinni með tilliti til fyrrnefndrar reglugerðar. Niðurstaðan er að Elliðavatn fellur í D-flokk eða „verulega snortið vatn" og árnar í B-flokk eða „lítið snortið vatn". Markmið rannsóknar Kristínar Elísu, sem unnin var hjá Matís, var að skoða örveruflóru vatnasviðsins og saurmengun frá Elliðavatni niður að ósum Elliðaánna. Sýni voru tekin á þremur stöðum í vatninu og sex stöðum í ánum, fjórum sinnum yfir níu mánaða tímabil. - shá
Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira