Framsækinn Lundúnarappari 25. október 2012 16:00 Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi. Lífið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt. Breski tónlistarmaðurinn Ghostpoet er kominn á minn lista yfir ómissandi atriði á Airwaves 2012. Ghostpoet heitir réttu nafni Obaro Ejimiwe. Hann er af nígerískum og dóminíkönskum ættum, en er fæddur og uppalinn í Suður-London. Hann sendi frá sér sína fyrstu EP-plötu árið 2010 en fyrsta stóra platan, Peanut Butter Blues & Melancholy Jam, kom í febrúar 2011. Hún fékk strax frábærar viðtökur og var tilnefnd til Mercury-verðlaunanna það ár. Plötu númer tvö frá kappanum er beðið með mikilli eftirvæntingu, en hún er væntanleg snemma á næsta ári. Ghostpoet er enskur rappari. Röddin hans minnir á köflum svolítið á meistara Roots Manuva og umfjöllunarefnin eru tekin beint úr hversdagsveruleika Lundúnaborgar. Tónlistin sem hljómar undir rímunum er hins vegar mjög fjölbreytt og framsækin blanda af poppi og raftónlist. Það kemur sennilega engum á óvart að Mike Skinner (The Streets) er mikill aðdáandi Ghostpoets. Ghostpoet spilar á Þýska barnum á laugardagskvöldinu. Þar verður mjög flott dagskrá það kvöld, en auk hans spila meðal annars Ghostigital (klikka aldrei á Airwaves), Bloodgroup, Ojba Rasta og austurrísku töffararnir í Electro Guzzi.
Lífið Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira