Samsæri innan tískubransans 27. október 2012 11:00 gert upp á milli Michelle Obama er í miklu uppáhaldi hjá bandarískum hönnuðum, sem keppast um að fá að velja föt á forsetafrúna. Ann Romney er í minna uppáhaldi og vildi hönnuðurinn Diane von Furstenberg ekki kannast við að hafa átt þátt í fatavali hennar fyrir stuttu. nordicphotos/getty Fataval Ann Romney fær enga athygli og enginn hönnuður vill þýðast hana. Öðru máli gildir um Michelle Obama, sem er í miklu uppáhaldi. Uppi er sú kenning að Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue og ein valdamesta kona tískubransans, hafi óskað eftir því að hönnuðir klæddu ekki Ann Romney, eiginkonu forsetaefnis rebúblikana. Wintour er mikill stuðningsmaður Obama og hefur meðal annars lagt töluvert fé í kosningabaráttu hans. Michelle Obama fær gríðarlega umfjöllun í tískumiðlum og bíða hönnuðir í röðum eftir því að fá að klæða forsetafrúna, enda seljast flíkurnar upp á örskotstíma eftir að Obama sést klæðast þeim. Öðru máli gildir þó um Romney. Þegar Ann Romney klæddist kjól frá hönnuðinum Diane von Furstenberg voru einu orð hönnuðarins þau að hún vissi ekki hvaðan Romney hefði fengið flíkina. Vefsíðan Fashionista.com vakti fyrst athygli á málinu. „Við fáum ótal fréttatilkynningar frá hönnuðum þegar Michelle Obama klæðst flík frá þeim. En við höfum ekki fengið eina einustu tilkynningu varðandi fataval Romneys," sagði blaðamaður síðunnar. Blaðafulltrúinn Lee Everett sagði Fox News: „Tískuiðnaðurinn er að meirihluta vinstrisinnaður. Margir hönnuðir og tískuhús vilja ekki tengjast Repúblikanaflokknum vegna afstöðu flokksins til hjónabands samkynhneigðra og fóstureyðinga." En hvað hefur Wintour með þetta að gera? Sumir vilja meina að Wintour hafi hótað tískuhúsum því að ekki yrði fjallað um hönnun þeirra í Vogue, stærsta tískublaði heims, tækju þeir upp á því að gefa eða lána Romney flíkur. Og þeir eru fáir sem þora að óhlýðnast drottningu tískuheimsins. Lífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Fataval Ann Romney fær enga athygli og enginn hönnuður vill þýðast hana. Öðru máli gildir um Michelle Obama, sem er í miklu uppáhaldi. Uppi er sú kenning að Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue og ein valdamesta kona tískubransans, hafi óskað eftir því að hönnuðir klæddu ekki Ann Romney, eiginkonu forsetaefnis rebúblikana. Wintour er mikill stuðningsmaður Obama og hefur meðal annars lagt töluvert fé í kosningabaráttu hans. Michelle Obama fær gríðarlega umfjöllun í tískumiðlum og bíða hönnuðir í röðum eftir því að fá að klæða forsetafrúna, enda seljast flíkurnar upp á örskotstíma eftir að Obama sést klæðast þeim. Öðru máli gildir þó um Romney. Þegar Ann Romney klæddist kjól frá hönnuðinum Diane von Furstenberg voru einu orð hönnuðarins þau að hún vissi ekki hvaðan Romney hefði fengið flíkina. Vefsíðan Fashionista.com vakti fyrst athygli á málinu. „Við fáum ótal fréttatilkynningar frá hönnuðum þegar Michelle Obama klæðst flík frá þeim. En við höfum ekki fengið eina einustu tilkynningu varðandi fataval Romneys," sagði blaðamaður síðunnar. Blaðafulltrúinn Lee Everett sagði Fox News: „Tískuiðnaðurinn er að meirihluta vinstrisinnaður. Margir hönnuðir og tískuhús vilja ekki tengjast Repúblikanaflokknum vegna afstöðu flokksins til hjónabands samkynhneigðra og fóstureyðinga." En hvað hefur Wintour með þetta að gera? Sumir vilja meina að Wintour hafi hótað tískuhúsum því að ekki yrði fjallað um hönnun þeirra í Vogue, stærsta tískublaði heims, tækju þeir upp á því að gefa eða lána Romney flíkur. Og þeir eru fáir sem þora að óhlýðnast drottningu tískuheimsins.
Lífið Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira