Handbolti

Oddur: Aldrei fundið álíka sársauka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oddur fær að vita í dag hversu illa hann er meiddur.fréttablaðið/óskar
Oddur fær að vita í dag hversu illa hann er meiddur.fréttablaðið/óskar
Akureyringurinn magnaði Oddur Grétarsson var borinn út á börum og upp í sjúkrabíl á leik Hauka og Akureyrar á laugardag. Eitthvað gerðist þegar hann lenti eftir að hafa skotið í hraðaupphlaupi. Oddur lá í gólfinu og var augljóslega sárþjáður.

„Ég hef aldrei fundið annan eins sársauka. Ég vissi að eitthvað hafði farið illa. Sársaukinn var það mikill," sagði Oddur við Fréttablaðið í gær.

Farið var með hann upp á spítala en hann var ekki lengi þar enda þurfti hann að ná flugi aftur norður. Hann fékk því endanlegan úrskurð um alvarleika meiðslanna en óttast er að krossband hafi jafnvel farið.

„Ég fer í myndatökur á sjúkrahúsinu á Akureyri á morgun [í dag] og þá kemur í ljós hvað er nákvæmlega að. Læknirinn sem skoðaði mig fyrir sunnan var nokkuð jákvæður en það er aldrei hægt að segja neitt fyrr en þetta er skoðað almennilega," sagði Oddur og hann neitaði því ekki að biðin væri erfið.

„Það er margt sem gæti verið að en ég verð að reyna að vera jákvæður og hugsa það besta. Ég væri mjög ánægður ef ég gæti farið að spila aftur eftir áramót en ef ekki þá verð ég að taka því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×