Íslendingarnir eiga að draga vagninn fyrir KR Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2012 07:00 Uppöldu KR-ingarnir og landsliðsmennirnir Helgi Már Magnússon og Brynjar Þór Björnsson eiga að vera í aðalhlutverki hjá KR. Þeir eru hér með Böðvari formanni. Fréttablaðið/Ernir KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja. Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
KR var spáð titlinum fyrir tímabilið í Dominos-deild karla en það hefur verið lítill meistarabragur á Vesturbæingum í upphafi vetrar. 41 stigs tap á heimavelli fyrir Snæfelli særði stolt KR-inga sem síðan töpuðu í kjölfarið fyrir 1. deildarliði Hamars í Lengjubikarnum. Í kvöld bíður svo erfiður leikur í Þorlákshöfn gegn Þór. „Það er engin krísa í Vesturbænum. Menn eru að anda með nefinu enda er mótið rétt að byrja. Það verður enginn meistari í byrjun nóvember. Ef þörf er á verða teknar einhverjar ákvarðanir en þær liggja ekki á borðinu núna," segir Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR. „Auðvitað taka menn það inn á sig að tapa leikjum. Skellurinn gegn Snæfelli var högg. Það er gott að eiga alvöru leik fram undan svo menn geti snúið þessu við." Útlendingarnir ekki staðið undir væntingumÚtlendingarnir í liði KR, Keagan Bell og Danero Thomas, hafa engan veginn staðið undir væntingum. Bell hefur til að mynda aðeins skorað tvö stig samanlagt í síðustu tveimur leikjum. „Útlendingarnir hafa vissulega ekki staðið undir væntingum. Eins og við lögðum þetta samt upp í haust eru útlendingarnir hluti af liðsheildinni. Við vildum ekki útlendinga til að draga vagninn eins og í flestum öðrum liðum þar sem þeir taka 60 til 70 prósent af skotunum. Það má ekki gleyma því að við erum með þrjá landsliðsmenn í okkar liði og marga aðra lipra íslenska stráka. Ég neita að trúa því að við þurfum tvær kanónur frá Bandaríkjunum til að draga vagninn fyrir okkur. Ég veit að það býr miklu meira í okkar strákum," segir Böðvar um þá hugmyndafræði sem KR er að vinna eftir í vetur en hún er afar áhugaverð. „Við erum ekki með dýra Kana. Við fengum Helga Má og Brynjar Þór til liðs við okkur og viljum gera eins vel við okkar menn og við getum. Við erum ekki að spara heldur að búa til lið þar sem íslensku leikmennirnir draga vagninn. Kannski gengur það ekki en ég trúi því að strákarnir sýni mér að það sé hægt." Rétt ákvörðun að ráða HelgaKR tók þá ákvörðun að gera Helga Má Magnússon að spilandi þjálfara. Helgi hefur enga reynslu af þjálfun og margir settu spurningamerki við þá aðgerð. „Við erum á því að það hafi verið rétt ákvörðun og stöndum og föllum með henni. Helgi er þrautreyndur landsliðsmaður og sterkur karakter sem allir bera virðingu fyrir. Hann er svo með Gunnar Sverrisson sér til aðstoðar. Þetta eru góðir menn," segir Böðvar og bendir á að undirbúningstímabil KR hafi verið í styttri kantinum út af landsliðsverkefnum. Það hafi sitt að segja.
Dominos-deild karla Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Fótbolti Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum