Squarepusher og James Blake spila á Sónar-hátíð 7. nóvember 2012 06:00 Raftónlistargúrúinn Squarepusher, enski tónlistarmaðurinn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúettinn Modeselektor stíga á svið á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus. "Þetta eru þeir fyrstu sem við kynnum til leiks. Okkur finnst þetta mjög sterk byrjunardagskrá fyrir fyrstu Sónar-hátíðina á Íslandi. Við eigum eftir að bæta við um fjörutíu listamönnum og plötusnúðum bæði innlendum og erlendum. Við munum klára endanlega dagskrá í lok nóvember eða byrjun desember,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk, sem er hæstánægður með að hin rótgróna Sónar-hátíð sé komin til Íslands. "Það er frábært að þeir skyldu velja Ísland og eiginlega alveg ótrúlegt.“ Miðað við dagskrána sem hefur verið tilkynnt mætti ætla að Sónar sé raftónlistarhátíð. Björn segir það ekki rétt því popp- og rokktónlist er líka hluti af henni. "Sónar er haldin í fjórum heimsálfum og selur yfir tvö hundruð þúsund miða á sínar hátíðir á hverju ári. Það er horft til hátíðarinnar sem brautryðjanda þegar kemur að því að kynna nýja og spennandi listamenn til sögunnar, ásamt því að mjög þekktir, bæði popp- og rokktónlistarmenn, hafa komið þar fram og gera það enn,“ segir Björn. Með þeirra sem hafa spilað á undanförnum tveimur hátíðum í Barcelona eru Fatboy Slim, New Order, Lana Del Rey, M.I.A. og The Human League. Spurður út í muninn á Sónar og hina nýafstöðnu Airwaves segir Björn að Airwaves-hátíðin sé frábær hátíð sem hafi tekið þrettán ár að búa til. "Airwaves er kynning á íslenskri tónlist gagnvart erlendum plötufyrirtækjum og erlendum gestum. Á móti er Sónar tónlistarhátíð þar sem tónlistarmennirnir spila í sextíu til níutíu mínútur hver og einn. Þetta er meiri hátíð þegar kemur að því að njóta tónlistarinnar.“ Björn bætir við að stefnt sé á að vera með góða "off venue“, eða utan dagskrá, sem verður haldin samhliða Sónar-hátíðinni. Hægt er að kynna sér hátíðina nánar á heimasíðu hennar, sonarreykjavik.com. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir það gríðarlegt fagnaðarefni að fá Sónar-hátíðina í tónlistarhúsið. "Airwaves er nýbúið að vera hér í húsinu. Slíkar hátíðir eru geysilegur fengur fyrir þetta hús og partur af því sem sannar tilverurétt þess.“ freyr@frettabladid.is Sónar Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Raftónlistargúrúinn Squarepusher, enski tónlistarmaðurinn James Blake, þýsk-japanska tvíeykið Alva Noto & Ryuichi Sakomoto og þýski rafdúettinn Modeselektor stíga á svið á tónlistarhátíðinni Sónar í Hörpunni 15. og 16. febrúar á næsta ári. Einnig koma þar fram Gus Gus, Retro Stefson, Ólafur Arnalds og Gluteus Maximus. "Þetta eru þeir fyrstu sem við kynnum til leiks. Okkur finnst þetta mjög sterk byrjunardagskrá fyrir fyrstu Sónar-hátíðina á Íslandi. Við eigum eftir að bæta við um fjörutíu listamönnum og plötusnúðum bæði innlendum og erlendum. Við munum klára endanlega dagskrá í lok nóvember eða byrjun desember,“ segir skipuleggjandinn Björn Steinbekk, sem er hæstánægður með að hin rótgróna Sónar-hátíð sé komin til Íslands. "Það er frábært að þeir skyldu velja Ísland og eiginlega alveg ótrúlegt.“ Miðað við dagskrána sem hefur verið tilkynnt mætti ætla að Sónar sé raftónlistarhátíð. Björn segir það ekki rétt því popp- og rokktónlist er líka hluti af henni. "Sónar er haldin í fjórum heimsálfum og selur yfir tvö hundruð þúsund miða á sínar hátíðir á hverju ári. Það er horft til hátíðarinnar sem brautryðjanda þegar kemur að því að kynna nýja og spennandi listamenn til sögunnar, ásamt því að mjög þekktir, bæði popp- og rokktónlistarmenn, hafa komið þar fram og gera það enn,“ segir Björn. Með þeirra sem hafa spilað á undanförnum tveimur hátíðum í Barcelona eru Fatboy Slim, New Order, Lana Del Rey, M.I.A. og The Human League. Spurður út í muninn á Sónar og hina nýafstöðnu Airwaves segir Björn að Airwaves-hátíðin sé frábær hátíð sem hafi tekið þrettán ár að búa til. "Airwaves er kynning á íslenskri tónlist gagnvart erlendum plötufyrirtækjum og erlendum gestum. Á móti er Sónar tónlistarhátíð þar sem tónlistarmennirnir spila í sextíu til níutíu mínútur hver og einn. Þetta er meiri hátíð þegar kemur að því að njóta tónlistarinnar.“ Björn bætir við að stefnt sé á að vera með góða "off venue“, eða utan dagskrá, sem verður haldin samhliða Sónar-hátíðinni. Hægt er að kynna sér hátíðina nánar á heimasíðu hennar, sonarreykjavik.com. Halldór Guðmundsson, forstjóri Hörpunnar, segir það gríðarlegt fagnaðarefni að fá Sónar-hátíðina í tónlistarhúsið. "Airwaves er nýbúið að vera hér í húsinu. Slíkar hátíðir eru geysilegur fengur fyrir þetta hús og partur af því sem sannar tilverurétt þess.“ freyr@frettabladid.is
Sónar Tónlist Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira