Eftirsjá og sársauki Trausti Júlíusson skrifar 8. nóvember 2012 00:01 Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon Gagnrýni Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Valdimar Um stund Eigin útgáfa Hljómsveitin Valdimar vakti mikla athygli fyrir fyrstu plötuna sína, Undraland, sem kom út fyrir tveimur árum. Hljómsveitin heitir Valdimar eins og söngvari hennar, sem er Guðmundsson og er frábær, einn af þeim bestu í poppinu hér á landinu. Það hefur stundum reynst hljómsveitum sem slá í gegn með sinni fyrstu plötu erfitt að koma frá sér plötu númer tvö. Þetta vandamál á klárlega ekki við um Valdimar. Um stund er frábær plata. Lagasmíðarnar á henni eru traustar, textarnir góðir og flutningur og hljómur til fyrirmyndar. Og svo syngur Valdimar líka alltaf jafn vel. Hljómsveitin hefur líka sinn eigin stíl. Valdimar er ekki eins og nein önnur hljómsveit, þó að áhrif megi heyra víða að, til dæmis frá hljómsveitunum Radiohead og Arcade Fire. Textarnir á Um stund eru svolítið niðurdregnir. Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu. Þetta skemmir þó plötuna engan veginn, eftirsjáin og sársaukinn fara tónlistinni og rödd Valdimars vel. Á heildina litið er Um stund flott plata frá vaxandi hljómsveit. Niðurstaða: Valdimar klárar plötu númer tvö með stæl. <p<„Það er þungt yfir mönnum; engu líkara en textahöfundarnir fjórir séu allir að skrifa sig í gegnum sambandsslit eða aðra erfiða lífsreynslu,“ segir í gagnrýni um aðra plötu hljómsveitarinnar Valdimars.mynd/guðmundur vigfússon
Gagnrýni Mest lesið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Fleiri fréttir Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira