Þær eru ógeðslega stórar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Verður Hún með? Þorgerður Anna Atladóttir er búin að vera frábær í vetur en meiddist fyrir viku síðan. Hún ætlar sér að spila í kvöld. Fréttablaðið/daníel Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Rúmensku stelpurnar fóru alla leið í úrslitaleik keppninnar í fyrravetur en Valskonur eru á heimavelli og hafa á móti unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Meiddist á hné á æfinguÞað er þó ekki öruggt að Valskonur geti teflt fram sínu sterkasta liði í leikjunum. Stórskyttan Þorgerður Anna Atladóttir meiddist á hné fyrir sjö dögum og var ekkert með í sigrum liðsins á Selfossi og FH í vikunni. „Ég var að koma úr myndatöku," sagði Þorgerður Anna þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ég meiddi mig í hnénu á æfingu á föstudaginn. Ég reif smá í liðþófanum í janúar og það er möguleiki á því að rifan hafi bara stækkað aðeins. Ég vona bara að þetta sé lítið eða ekkert," sagði Þorgerður Anna sem þarf að bíða eftir niðurstöðu læknisins um hvort þetta sé eitthvað sem geti versnað eða hvort það sé í lagi fyrir hana að spila leikina. „Það eru tveir leikir í næstu viku og svo er landsliðið að hittast eftir tíu daga. Þetta er ekki alveg besti tíminn til að meiða sig," segir Þorgerður sem hefur verið í stuði í vetur. „Ég er búin að finna mig mjög vel síðan að tímabilið byrjaði og þetta er því mjög leiðinlegur tímapunktur," segir Þorgerður sem er orðin þreytt á öllum þessum meiðslum sem banka reglulega upp á hjá henni. „Þetta fer nú að taka bráðum á sálarlífið. Ég er bara tvítug og líst ekki alveg nógu vel á þetta. Ég vona bara að ég sé að fara að klára minn pakka," segir Þorgerður Anna. Hefur alltaf rétt fyrir sérÞorgerður Anna Atladóttir var markahæst í fyrstu fjórum leikjum eftir að pabbi hennar, Atli Hilmarsson, gerðist aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Þar á meðal skoraði hún fimmtán mörk í tveimur Evrópusigrum á Valencia á Spáni. „Það skiptir mig engu svakalegu máli. Hann mætir á alla leiki og hefur gríðarlegan áhuga á þessu. Við tölum um þetta allt saman hvort sem hann er þjálfarinn minn eða ekki," segir Þorgerður og það er ekkert talað meira en áður um handbolta á heimilinu. „Nei, við tölum ekkert meira um handbolta núna. Við sitjum alveg við kvöldmatarborðið og tölum um eitthvað annað. Hann hefur þjálfað mig áður og er líka svo rólegur. Það er eiginlega það versta að hann hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér og það þýðir ekkert að rökræða við hann," segir Þorgerður Anna. Ellefu sigrar í ellefu leikjumValsliðið er búið að vinna alla ellefu leiki tímabilsins, sjö í deild, tvo í Evrópukeppni, einn í meistarakeppninni og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. „Þetta hefur gengið mjög vel en samt erum við ekki alveg nógu sáttar. Við viljum meira og það er fullt af hlutum sem má laga í okkar leik. Við þurfum að einbeita okkur að því að laga þessa hluti því það þurfa allir hlutir að vera í lagi hjá okkur um helgina. Við þurfum líka að fylla Vodafone-höllina og búa til alvöru stemningu og fá fullkominn leik," segir Þorgerður Anna um leikinn á móti rúmenska liðinu. „Þetta verður ekki auðvelt en það eru möguleikar hjá okkur. Við bjuggumst ekki við því að það mundi ganga svona vel á Spáni," segir þorgerður Anna og bætir við: „Við erum búnar að sjá á myndböndum að þær eru ógeðslega stórar. Við þurfum að fá geðveika vörn og markvörslu og fá okkar hraðaupphlaup. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar," segir Þorgerður Anna en Valsliðið fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar það sló út spænska liðið Valencia Aicequip 27-22 og 37-25. „Við vorum með bilaða trú á þessu og það var ógeðslega gaman að fá að spila á móti liði sem maður þekkti ekki og vissi því ekkert hvað maður væri að fara út í. Það gerði sigrana enn þá skemmtilegri," sagði Þorgerður Anna og Valsstelpurnar hafa vissulega unnið sér inn góðan stuðning í Vodafone-höllinni í dag og á morgun. Verð alltaf meðFyrri leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld og telst vera heimaleikur Vals en heimaleikur H.C. Zalau fer fram á sama stað klukkan 16.00 á morgun. En hvað með Þorgerði, verður hún í búning í Vodafone-höllinni í kvöld? „Ég held ég verði alltaf með," sagði Þorgerður hlæjandi en bætti svo við. „Ég vona að ég fái jákvæðar fréttir. Ég bíð við símann í dag og á morgun og bíð eftir svörum," sagði Þorgerður að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals í kvennahandboltanum fá stórt próf í kvöld og á morgun þegar rúmenska liðið H.C. Zalau mætir á Hlíðarenda og spilar tvo leiki í 2. umferð EHF-bikarsins. Rúmensku stelpurnar fóru alla leið í úrslitaleik keppninnar í fyrravetur en Valskonur eru á heimavelli og hafa á móti unnið alla ellefu leiki sína á tímabilinu. Meiddist á hné á æfinguÞað er þó ekki öruggt að Valskonur geti teflt fram sínu sterkasta liði í leikjunum. Stórskyttan Þorgerður Anna Atladóttir meiddist á hné fyrir sjö dögum og var ekkert með í sigrum liðsins á Selfossi og FH í vikunni. „Ég var að koma úr myndatöku," sagði Þorgerður Anna þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Ég meiddi mig í hnénu á æfingu á föstudaginn. Ég reif smá í liðþófanum í janúar og það er möguleiki á því að rifan hafi bara stækkað aðeins. Ég vona bara að þetta sé lítið eða ekkert," sagði Þorgerður Anna sem þarf að bíða eftir niðurstöðu læknisins um hvort þetta sé eitthvað sem geti versnað eða hvort það sé í lagi fyrir hana að spila leikina. „Það eru tveir leikir í næstu viku og svo er landsliðið að hittast eftir tíu daga. Þetta er ekki alveg besti tíminn til að meiða sig," segir Þorgerður sem hefur verið í stuði í vetur. „Ég er búin að finna mig mjög vel síðan að tímabilið byrjaði og þetta er því mjög leiðinlegur tímapunktur," segir Þorgerður sem er orðin þreytt á öllum þessum meiðslum sem banka reglulega upp á hjá henni. „Þetta fer nú að taka bráðum á sálarlífið. Ég er bara tvítug og líst ekki alveg nógu vel á þetta. Ég vona bara að ég sé að fara að klára minn pakka," segir Þorgerður Anna. Hefur alltaf rétt fyrir sérÞorgerður Anna Atladóttir var markahæst í fyrstu fjórum leikjum eftir að pabbi hennar, Atli Hilmarsson, gerðist aðstoðarþjálfari Valsliðsins. Þar á meðal skoraði hún fimmtán mörk í tveimur Evrópusigrum á Valencia á Spáni. „Það skiptir mig engu svakalegu máli. Hann mætir á alla leiki og hefur gríðarlegan áhuga á þessu. Við tölum um þetta allt saman hvort sem hann er þjálfarinn minn eða ekki," segir Þorgerður og það er ekkert talað meira en áður um handbolta á heimilinu. „Nei, við tölum ekkert meira um handbolta núna. Við sitjum alveg við kvöldmatarborðið og tölum um eitthvað annað. Hann hefur þjálfað mig áður og er líka svo rólegur. Það er eiginlega það versta að hann hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér og það þýðir ekkert að rökræða við hann," segir Þorgerður Anna. Ellefu sigrar í ellefu leikjumValsliðið er búið að vinna alla ellefu leiki tímabilsins, sjö í deild, tvo í Evrópukeppni, einn í meistarakeppninni og svo úrslitaleikinn í Reykjavíkurmótinu. „Þetta hefur gengið mjög vel en samt erum við ekki alveg nógu sáttar. Við viljum meira og það er fullt af hlutum sem má laga í okkar leik. Við þurfum að einbeita okkur að því að laga þessa hluti því það þurfa allir hlutir að vera í lagi hjá okkur um helgina. Við þurfum líka að fylla Vodafone-höllina og búa til alvöru stemningu og fá fullkominn leik," segir Þorgerður Anna um leikinn á móti rúmenska liðinu. „Þetta verður ekki auðvelt en það eru möguleikar hjá okkur. Við bjuggumst ekki við því að það mundi ganga svona vel á Spáni," segir þorgerður Anna og bætir við: „Við erum búnar að sjá á myndböndum að þær eru ógeðslega stórar. Við þurfum að fá geðveika vörn og markvörslu og fá okkar hraðaupphlaup. Við ætlum að reyna að stríða þeim aðeins með hraðanum okkar," segir Þorgerður Anna en Valsliðið fór á kostum í fyrstu umferðinni þegar það sló út spænska liðið Valencia Aicequip 27-22 og 37-25. „Við vorum með bilaða trú á þessu og það var ógeðslega gaman að fá að spila á móti liði sem maður þekkti ekki og vissi því ekkert hvað maður væri að fara út í. Það gerði sigrana enn þá skemmtilegri," sagði Þorgerður Anna og Valsstelpurnar hafa vissulega unnið sér inn góðan stuðning í Vodafone-höllinni í dag og á morgun. Verð alltaf meðFyrri leikurinn fer fram klukkan 19.30 í kvöld og telst vera heimaleikur Vals en heimaleikur H.C. Zalau fer fram á sama stað klukkan 16.00 á morgun. En hvað með Þorgerði, verður hún í búning í Vodafone-höllinni í kvöld? „Ég held ég verði alltaf með," sagði Þorgerður hlæjandi en bætti svo við. „Ég vona að ég fái jákvæðar fréttir. Ég bíð við símann í dag og á morgun og bíð eftir svörum," sagði Þorgerður að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira