Guðrún Ósk ófrísk og ekki meira með í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2012 07:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur staðið sig vel í marki Framliðsins. Mynd/Vilhelm Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Framkonur verða án aðalmarkvarðar síns það sem eftir er tímabilsins í kvennahandboltanum því Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur þurft að draga sig í hlé eftir að í ljós kom að hún á von á barni með kærasta sínum Árna Birni Kristjánssyni. Guðrún Ósk er einn allra besti markvörður N1-deildarinnar og hefur verið í kringum A-landsliðið síðustu árin. „Ég tilkynnti stelpunum þetta eftir Stjörnuleikinn. Þetta var auðvitað áfall en þær tóku þessu mjög vel, samgleðjast og styðja mig. Þær ætla sér stóra hluti og ég hef enga trú á öðru en að þær nái því. Það er ekkert ein manneskja sem kemur veg fyrir það," segir Guðrún og bætti við: „Þetta var ekki planað en er mjög velkomið. Þetta er bara nýr kafli," segir Guðrún Ósk sem hætti þó ekki strax að æfa. „Ég fór til læknis og hann sagði að það eina sem væri hættulegt við þetta væri að fá skot í magann. Þá varð ég frekar stressuð og fann alveg að ég var farin að stíga frá boltanum í staðinn fyrir að fara fyrir hann. Ég hélt áfram þrátt fyrir morgunógleði eða allan-daginn-ógleði réttara sagt," sagði Guðrún en fljótlega tók hún þó ákvörðun um að draga sig í hlé. „Ég fann það að ég var ekki lengur að standa mig eins og ég vildi. Þá var bara kominn tími á leyfa öðrum að taka við," segir Guðrún María. Nafna hennar Guðrún Bjartmarz hefur tekið fram skóna að nýju en hún lék síðast með Framliðinu veturinn 2005-2006 og var þá í hópi bestu markvarða deildarinnar. „Það er algjör snilld að hún kom til baka. Þetta var mjög mikið áfall fyrir liðið held ég en það kemur alltaf maður í manns stað. Fram er með topplið þannig að ég hef engar áhyggjur af þeim. Ég geri ráð fyrir því að vera áfram í kringum liðið. Þetta er ekki bara líkamsræktin því þetta er félagsskapurinn líka. Ég verð með Guðrúnu á hliðarlínunni og við ræðum hlutina," segir Guðrún Ósk. Guðrún Ósk missti af HM í Brasilíu í fyrra vegna meiðsla en segir að það hafi verið löngu ljóst að hún yrði ekki með á EM í Serbíu í desember. „Ég gaf ekki kost á mér út af skólanum. Það var því ekki jafnmikið áfall fyrir mig gagnvart því. Mér er greinilega ekki ætlað að komast á stórmót," grínast Guðrún með en bætti svo við: „Ég treysti bara á það að þær komist inn á annað stórmót þegar ég kem til baka og að ég fái mögulega að taka þátt í því. Það væri gaman," segir Guðrún Ósk og hver veit nema að hún mæti aftur til leiks næsta haust. „Ég geri nú ráð fyrir því að koma aftur í handboltann. Maður hættir nú ekkert svo auðveldlega. Þetta verður sumarkríli og ég verð kannski bara komin aftur næsta haust. Það er aldrei að vita," sagði Guðrún Ósk að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira