Engin tónlist í Kastljósi vegna samnings Rúv og FÍH 13. nóvember 2012 11:00 Sigmar Guðmundsson segir það leiðinlegt að engin tónlistaratriði séu lengur í Kastljósi. Róbert Þórhallsson segir koma til greina að endurskoða samninginn við Rúv. fréttablaðið/vilhelm "Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. Þrátt fyrir að tónlistarmönnunum sjálfum sé flestum sama þótt þeir fái ekkert greitt, svo lengi sem þeir fái kynninguna, getur Kastljósið ekki orðið við ósk þeirra vegna samningsins við FÍH. Hann kveður á um að hver tónlistarmaður fái um 22 þúsund krónur fyrir hverja framkomu. Ef um fimm manna hljómsveit er að ræða nemur samanlögð greiðsla því 110 þúsund krónum. "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi," segir Sigmar. Endurskoðun kemur til greinaFréttablaðið hefur heyrt af óánægju á meðal tónlistarmanna vegna málsins því þeir hafa ekki lengur tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri í Kastljósi. Aðspurður segist Sigmar kannast við þessa óánægju. "Í staðinn hefur verið lagt upp með að finna tónlistinni stað í öðrum þáttum Sjónvarpsins," segir hann og á þar líkast til við þætti á borð við Hljómskálann, Dans, dans, dans og Djöflaeyjuna. Róbert Þórhallsson, stjórnarmaður í FÍH, segir að samningurinn við Rúv hafi verið gerður til að stuðla að því að tónlistarmenn fái greidd lágmarkslaun fyrir vinnuna sína. "Ef einn aðili gefur út plötu og ræður fólk til að spila með sér og kynna efnið, kannski fjögurra manna hljómsveit, hefur okkur í FÍH alltaf þótt óréttlátt að þessir fjórir menn hafi engan beinan hagnað af auglýsingu fyrir plötuna." Aðspurður segir Róbert vel koma til greina að endurskoða samninginn í ljósi ástands mála hjá Rúv. "Vissulega væri ekki ógáfulegt að setjast aftur að samningaborðinu. En við höfum ekki staðið þarna niður frá og meinað fólki að spila. En að sjálfsögðu setjast menn að samningaborðinu ef þetta er farið að hamla því að menn geti auglýst tónlistina sína." freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
"Þetta er eitthvað sem okkur finnst öllum leiðinlegt, að tónlistin sé komin út úr Kastljósi. Þetta er gert út af sparnaði og ég held að þetta sé ákvörðun sem enginn er sáttur við að taka," segir Sigmar Guðmundsson, ritstjóri þáttarins. Samningur sem Ríkissjónvarpið gerði við Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, fyrir fjórum árum hefur sökum niðurskurðar hjá Rúv orðið til þess að tónlistarmenn eru hættir að spila í Kastljósinu. Ástæðan er sú að þátturinn getur ekki lengur borgað tónlistarmönnum fyrir að koma þar fram. Þrátt fyrir að tónlistarmönnunum sjálfum sé flestum sama þótt þeir fái ekkert greitt, svo lengi sem þeir fái kynninguna, getur Kastljósið ekki orðið við ósk þeirra vegna samningsins við FÍH. Hann kveður á um að hver tónlistarmaður fái um 22 þúsund krónur fyrir hverja framkomu. Ef um fimm manna hljómsveit er að ræða nemur samanlögð greiðsla því 110 þúsund krónum. "Þetta er skrítin staða að vera með óánægða tónlistarmenn sem vilja spila. Við viljum fá þá en það er ekki hægt. Það eru allir að tapa á þessu ástandi," segir Sigmar. Endurskoðun kemur til greinaFréttablaðið hefur heyrt af óánægju á meðal tónlistarmanna vegna málsins því þeir hafa ekki lengur tækifæri til að koma tónlist sinni á framfæri í Kastljósi. Aðspurður segist Sigmar kannast við þessa óánægju. "Í staðinn hefur verið lagt upp með að finna tónlistinni stað í öðrum þáttum Sjónvarpsins," segir hann og á þar líkast til við þætti á borð við Hljómskálann, Dans, dans, dans og Djöflaeyjuna. Róbert Þórhallsson, stjórnarmaður í FÍH, segir að samningurinn við Rúv hafi verið gerður til að stuðla að því að tónlistarmenn fái greidd lágmarkslaun fyrir vinnuna sína. "Ef einn aðili gefur út plötu og ræður fólk til að spila með sér og kynna efnið, kannski fjögurra manna hljómsveit, hefur okkur í FÍH alltaf þótt óréttlátt að þessir fjórir menn hafi engan beinan hagnað af auglýsingu fyrir plötuna." Aðspurður segir Róbert vel koma til greina að endurskoða samninginn í ljósi ástands mála hjá Rúv. "Vissulega væri ekki ógáfulegt að setjast aftur að samningaborðinu. En við höfum ekki staðið þarna niður frá og meinað fólki að spila. En að sjálfsögðu setjast menn að samningaborðinu ef þetta er farið að hamla því að menn geti auglýst tónlistina sína." freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp