Fínasta tæknópopp Trausti Júlíusson skrifar 15. nóvember 2012 00:01 Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton Gagnrýni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Friðrik Dór Vélrænn Sena Vélrænn er önnur plata Friðriks Dórs Jónssonar, en sú fyrri Allt sem þú átt kom út fyrir tveimur árum. Hún sýndi að Friðrik er ágætur söngvari og efnilegur laga- og textahöfundur. Nýja platan hefst á frábæru lagi, Guðdómleg, sem Friðrik syngur með Janusi Rasmussen, söngvara Bloodgroup. Þetta er frekar hæggengt en grúví lag með flottum tæknóhljómi. Besta lag plötunnar. Næstu lög gefa því samt lítið eftir. Tónlistin á Vélrænn er, eins og nafnið bendir til, tæknópopp. Platan skiptist í raun í tvo hluta. Fyrstu sjö lögin vann Friðrik Dór með dúóinu Kiasmos, en það er skipað fyrrnefndum Janusi og Ólafi Arnalds. Seinni hluti plötunnar (lög 8-13) er hins vegar gerður með þremenningunum í Stop Wait Go. Það er margt fínt á seinni hlutanum (t.d. Maður ársins og Al Thani), en mér finnst lögin sem eru gerð með Kiasmos samt enn þá betri. Hljómurinn í þeim er ferskari. Það er greinilegt að Janus og Ólafur ná vel saman sem rafpoppdúó og það verður gaman að sjá hvað fleira kemur út úr því samstarfi. Á heildina litið er Vélrænn virkilega fín tæknópoppplata, töluvert betri en Allt sem þú átt. Niðurstaða: Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með flottri plötu.Friðrik Dór fylgir Allt sem þú átt eftir með Vélrænn, sem er töluvert betri og flott plata. Fréttablaðið/Anton
Gagnrýni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira