Firnasterkur höfundur Trausti Júlíusson skrifar 16. nóvember 2012 00:01 Jónas Sigurðsson Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar Þar sem himin ber við haf Eigin útgáfa Þar sem himin ber við haf er þriðja plata Jónasar Sigurðssonar og sú fyrsta frá því að hann gaf út hina frábæru Allt er eitthvað fyrir tveimur árum. Blásturshljóðfæri voru mjög áberandi í útsetningunum á Allt er eitthvað, en á nýju plötunni gengur Jónas enn lengra og fær Lúðrasveit Þorlákshafnar til liðs við sig. Lúðrasveitin fær nafnið sitt á framhlið umslagsins með Jónasi, en flytjendur eru fleiri, m.a. Ómar Guðjónsson, Kristinn Snær Agnarsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Örn Gunnlaugsson og Tónar og trix sem er tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn. Mín fyrstu viðbrögð þegar ég hlustaði á nýju plötuna voru að mér fannst hana vanta kraftinn sem einkenndi Allt er eitthvað. Það eru að vísu tvö kraftmikil lög á plötunni, Hafsins hetjur og Þyrnigerðið, en hin eru hægari og lágstemmdari. Við frekari hlustun (og með því að skrúfa hljóðstyrkinn vel upp) komu ótvíræð gæði plötunnar samt í ljós. Útsetningarnar eru yfir það heila mjög vel heppnaðar og koma sumar á óvart, í laginu Þyrnigerðið kraumar t.d. danstónlist undir og í laginu Tónar við hafið sjá eldri borgarar um sönginn. Jónasi hefur tekist að búa til flott popp með lúðrasveitinni og öðrum flytjendum. Framlag þessara ólíku tónlistarmanna blandast mjög vel og tónlistin er áheyrileg, en hljómar líka oft fersk og nýstárleg. Þar sem himin ber við haf er þemaplata sem fjallar að stærstum hluta um sjómennsku og samband manns og hafs. Einn af stærstu kostum plötunnar er hvað Jónas Sigurðsson er góður laga- og textahöfundur. Það rennur upp úr honum snilldin. Lögin eru flest góð og textarnir eru innihaldsríkir og vel skrifaðir. Á heildina litið er þetta mjög fín plata. Hún er öðruvísi en Allt er eitthvað, en engu síðri. Ein af betri plötum ársins. Niðurstaða: Jónas Sigurðsson gerði góða ferð til Þorlákshafnar. Gagnrýni Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Jónas Sigurðsson og Lúðrasveit Þorlákshafnar Þar sem himin ber við haf Eigin útgáfa Þar sem himin ber við haf er þriðja plata Jónasar Sigurðssonar og sú fyrsta frá því að hann gaf út hina frábæru Allt er eitthvað fyrir tveimur árum. Blásturshljóðfæri voru mjög áberandi í útsetningunum á Allt er eitthvað, en á nýju plötunni gengur Jónas enn lengra og fær Lúðrasveit Þorlákshafnar til liðs við sig. Lúðrasveitin fær nafnið sitt á framhlið umslagsins með Jónasi, en flytjendur eru fleiri, m.a. Ómar Guðjónsson, Kristinn Snær Agnarsson, Ingi Björn Ingason, Stefán Örn Gunnlaugsson og Tónar og trix sem er tónlistarhópur eldri borgara í Þorlákshöfn. Mín fyrstu viðbrögð þegar ég hlustaði á nýju plötuna voru að mér fannst hana vanta kraftinn sem einkenndi Allt er eitthvað. Það eru að vísu tvö kraftmikil lög á plötunni, Hafsins hetjur og Þyrnigerðið, en hin eru hægari og lágstemmdari. Við frekari hlustun (og með því að skrúfa hljóðstyrkinn vel upp) komu ótvíræð gæði plötunnar samt í ljós. Útsetningarnar eru yfir það heila mjög vel heppnaðar og koma sumar á óvart, í laginu Þyrnigerðið kraumar t.d. danstónlist undir og í laginu Tónar við hafið sjá eldri borgarar um sönginn. Jónasi hefur tekist að búa til flott popp með lúðrasveitinni og öðrum flytjendum. Framlag þessara ólíku tónlistarmanna blandast mjög vel og tónlistin er áheyrileg, en hljómar líka oft fersk og nýstárleg. Þar sem himin ber við haf er þemaplata sem fjallar að stærstum hluta um sjómennsku og samband manns og hafs. Einn af stærstu kostum plötunnar er hvað Jónas Sigurðsson er góður laga- og textahöfundur. Það rennur upp úr honum snilldin. Lögin eru flest góð og textarnir eru innihaldsríkir og vel skrifaðir. Á heildina litið er þetta mjög fín plata. Hún er öðruvísi en Allt er eitthvað, en engu síðri. Ein af betri plötum ársins. Niðurstaða: Jónas Sigurðsson gerði góða ferð til Þorlákshafnar.
Gagnrýni Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira