Viðskipti innlent

AGS varar við bráðlátri losun hafta

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn AGS mælir með aðhaldssömum ríkisrekstri og aðhaldssamri peningastefnu á næstunni.

NordicPhotos/AFP
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn AGS mælir með aðhaldssömum ríkisrekstri og aðhaldssamri peningastefnu á næstunni. NordicPhotos/AFP
Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) varar við því að gjaldeyrishöftin hér á landi verði losuð of snemma.

Þetta kemur fram í annarri skýrslu AGS um stöðu efnahagsmála hér á landi eftir að samstarfsáætlun stjórnvalda og stofnunarinnar lauk í ágúst 2011.

Í skýrslunni mælir AGS með því að almenn aflétting gjaldeyrishafta hefjist að þremur árum liðnum. Þess vegna beri að taka lokadagsetningu haftanna úr lögum en þau kveða nú á um höft til ársins 2013.

Þá telur stofnunin að stjórnvöld eigi að gera það alveg skýrt að eftir því sem aflandskrónueigendur bíða lengur með að losa krónur sínar, því óhagstæðara verði það. - mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×