Óttast afleiðingar herskipabanns í borginni 22. nóvember 2012 06:00 Herskip Í Reykjavíkurhöfn Erlend ríki hafa skilning á málflutningi borgarstjóra segir aðstoðarmaður hans. Fréttablaðið/Vilhelm Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þá afstöðu Jóns Gnarr borgarstjóra að banna ætti komur herskipa til Reykjavíkur stefna í voða farsælu björgunarsamstarfi við aðrar þjóðir, sérstaklega Dani og Norðmenn. „Slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar vegna björgunarhagsmuna Íslendinga í framtíðinni," sagði Kjartan við umræður í borgarstjórn á fimmtudag. „Ólíklegt er að vinaþjóðir kjósi að auka samstarf við Íslendinga í öryggis- og björgunarmálum og rétta hjálparhönd, til dæmis með því að lána þyrlur, ef þær eru um leið látnar finna fyrir því að skip þeirra, þyrlur og flugvélar eru óvelkomnar til sjálfrar höfuðborgar landsins." S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra, segir Jón Gnarr hafa rætt við sendiherra erlendra ríkja og bent þeim á að í þessu felist engin óvirðing og alls engin stríðsyfirlýsing. „Þeir taka þessu mjög vel og hafa fullan skilning á þessari „friðleitni" borgarstjóra," segir Björn sem kveður það ókost að samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum séu björgunarskip eins og strandgæsluskip Norðmanna og Dana flokkuð sem herskip. Tæki umrætt bann gildi myndi það á engan hátt eiga við slík björgunarskip. Hætta stafi hins vegar af þungvopnuðum herskipum. „Eins og menn vita eru er ekki gefið upp hver farmur herskipa er. Það getur ógnað öryggi borgarinnar gríðarlega ef kjarnorkuvopn eru um borð í skipi og þau verða fyrir árás eða eitthvað annað ber út af," segir aðstoðarmaðurinn.- gar
Fréttir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira