Leikstjórinn Kristín Eysteinsdóttir ætlar að gera stuttmynd byggða á einum kafla úr nýútkominni skáldsögu Auðar Jónsdóttur, Ósjálfrátt.
Kaflinn sem um ræðir fjallar um snjóflóð í þorpi fyrir vestan. Kristín, sem hefur hingað til einbeitt sér að leikritum, er komin á fullt í heimildarvinnu og stefnir á upptökur fljótlega, líklega eftir jól. Framleiðandi verður fyrirtæki Baltasars Kormáks, Blueeyes. Stutt er síðan Baltasar tryggði sér kvikmyndaréttinn á annarri skáldsögu eftir Auði, Fólkinu í kjallaranum.
- fb

