Heilsteypt og öflug rokkplata Trausti Júlíusson skrifar 22. nóvember 2012 00:01 Skálmöld Skálmöld Börn Loka SENA Hljómsveitin Skálmöld sló rækilega í gegn með fyrstu plötunni sinni Baldri árið 2010. Þetta var þemaplata sem rakti sögu Baldurs, ímyndaðrar söguhetju á víkingaöld. Baldur var í anda Íslendingasagnanna, en á nýju plötunni Börnum Loka er það norræna goðafræðin sem er viðfangsefnið, vissulega nátengt. Loki er auðvitað einn magnaðasti karakterinn í goðafræðinni og mjög vel til fundið að tileinka honum og börnum hans, Miðgarðsormi, Fenrisúlfi, Hel, Narfa, Vála og Sleipni eina plötu. Snæbjörn Ragnarsson textahöfundur kynnir einnig til sögunnar manneskjuna Hilmar sem Óðinn kallar til goðheima til að berjast við afkomendur Loka, sem leika lausum hala. Tónlistin á Baldri var þjóðlagaskotið þungarokk. Skálmöld heldur áfram á sömu braut á nýju plötunni, en þó hafa þjóðlagaáhrifin aðeins minnkað og krafturinn aukist á móti. Skálmöld bregður fyrir sig ýmsum tilbrigðum þungarokksins. Það skiptast á öflugir keyrslukaflar, þjóðlagakenndar gítarlínur og rokkkórsöngur. Hljóðmúrinn hjá Skálmöld er á köflum alveg hnausþykkur, en þeir sjá sjálfir um allan hljóðfæraleik ef frá er talinn sellóleikur í laginu Himinhrjóður. Það koma líka við sögu nokkrar aukaraddir, aðallega í kórsöngnum og Edda Tegeder syngur í laginu Hel. Það er ekkert sérstaklega ferskt tónlistarlega við þessa plötu, en hún er bara svo frábærlega gerð að maður getur ekki annað en hrifist með. Lagasmíðarnar eru allar góðar, flutningurinn er bæði kraftmikill og hnökralaus, hljómurinn er flottur (Flex enn og aftur) og textarnir eru snilldarlega skrifaðir. Myndirnar í plötubæklingnum, sem Ásgeir Jón Ásgeirsson á heiðurinn af, eru líka glæsilegar. Það verður að taka það fram að það er eiginlega nauðsynlegt að skoða umslagið til þess að njóta plötunnar til fulls. Til að ná textunum og sögunni almennilega og fá þannig heildarmyndina. Börn Loka er mjög vel heppnuð plata, kraftmikil rokkópera sem gefur frumsmíðinni Baldri ekkert eftir. Niðurstaða: Skálmöld snarar út rokkóperu númer tvö. Gagnrýni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Skálmöld Börn Loka SENA Hljómsveitin Skálmöld sló rækilega í gegn með fyrstu plötunni sinni Baldri árið 2010. Þetta var þemaplata sem rakti sögu Baldurs, ímyndaðrar söguhetju á víkingaöld. Baldur var í anda Íslendingasagnanna, en á nýju plötunni Börnum Loka er það norræna goðafræðin sem er viðfangsefnið, vissulega nátengt. Loki er auðvitað einn magnaðasti karakterinn í goðafræðinni og mjög vel til fundið að tileinka honum og börnum hans, Miðgarðsormi, Fenrisúlfi, Hel, Narfa, Vála og Sleipni eina plötu. Snæbjörn Ragnarsson textahöfundur kynnir einnig til sögunnar manneskjuna Hilmar sem Óðinn kallar til goðheima til að berjast við afkomendur Loka, sem leika lausum hala. Tónlistin á Baldri var þjóðlagaskotið þungarokk. Skálmöld heldur áfram á sömu braut á nýju plötunni, en þó hafa þjóðlagaáhrifin aðeins minnkað og krafturinn aukist á móti. Skálmöld bregður fyrir sig ýmsum tilbrigðum þungarokksins. Það skiptast á öflugir keyrslukaflar, þjóðlagakenndar gítarlínur og rokkkórsöngur. Hljóðmúrinn hjá Skálmöld er á köflum alveg hnausþykkur, en þeir sjá sjálfir um allan hljóðfæraleik ef frá er talinn sellóleikur í laginu Himinhrjóður. Það koma líka við sögu nokkrar aukaraddir, aðallega í kórsöngnum og Edda Tegeder syngur í laginu Hel. Það er ekkert sérstaklega ferskt tónlistarlega við þessa plötu, en hún er bara svo frábærlega gerð að maður getur ekki annað en hrifist með. Lagasmíðarnar eru allar góðar, flutningurinn er bæði kraftmikill og hnökralaus, hljómurinn er flottur (Flex enn og aftur) og textarnir eru snilldarlega skrifaðir. Myndirnar í plötubæklingnum, sem Ásgeir Jón Ásgeirsson á heiðurinn af, eru líka glæsilegar. Það verður að taka það fram að það er eiginlega nauðsynlegt að skoða umslagið til þess að njóta plötunnar til fulls. Til að ná textunum og sögunni almennilega og fá þannig heildarmyndina. Börn Loka er mjög vel heppnuð plata, kraftmikil rokkópera sem gefur frumsmíðinni Baldri ekkert eftir. Niðurstaða: Skálmöld snarar út rokkóperu númer tvö.
Gagnrýni Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Bíó og sjónvarp Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira