Gerir útgáfusamning við Universal-risann freyr@frettabladid.is skrifar 23. nóvember 2012 06:00 sáttur Ólafur Arnalds er gríðarlega sáttur við nýja útgáfusamninginn við Universal. fréttablaðið/stefán „Ég er gríðarlega sáttur," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann hefur gert samning við Universal og mun þessi útgáfurisi gefa út næstu plötur hans. „Þetta voru mjög langar samningaviðræður. Við erum búin að vera að semja síðan í apríl til að reyna að fá eins góðan „díl" og hægt er. Ég er með mínar sérþarfir sem listamaður og vildi ekki fórna neinu. Það gekk upp á endanum," segir Ólafur, hress með nýja samninginn. Hljómsveitin Of Monsters and Men er einnig á útgáfusamningi hjá Universal. „Þau hafa ekki farið neitt illa með Of Monsters and Men," bætir Ólafur við. Fyrsta plata hans á vegum Universal lítur dagsins ljós úti um allan heim í lok febrúar. „Hún er framhald af því sem ég er búinn að vera að gera en hún er kannski aðeins poppaðri," segir hann. Arnór Dan úr Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni, sem var tekin upp í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var einmitt samningurinn við Universal sem gerði það að verkum að hann gat leyft sér þann munað. „Ég hef möguleika á að gera miklu stærri hluti en ég hafði áður. Ég gat eytt miklu meira í þessa plötu og þess vegna fengum við Sinfóníuna." Aðspurður segir Ólafur að samningurinn sé frábært tækifæri og opni fyrir sér nýjar dyr. Hann hefur síðastliðin fimm ár verið á mála hjá litlu bresku útgáfufyrirtæki, Erased Tapes. „Það hefur gengið rosalega vel en þetta er bara annar pakki. Að fara frá því að vera í fyrirtæki þar sem eru tveir starfsmenn yfir í fyrirtæki þar sem í hverju einasta landi eru fimm manns bara að sjá um markaðsmálin. Hjá indífyrirtækinu telst gott að selja þrjátíu þúsund plötur en hjá Universal telst það ekkert sérstaklega gott." Í tilefni af nýju plötunni heldur Ólafur útgáfutónleika í nokkrum löndum þar sem hann spilar með þarlendum sinfóníuhljómsveitum. Fyrstu tónleikarnir verða með Sinfóníuhljómsveit Lundúna í hinni virtu tónleikahöll Barbican Hall í Lundúnum. Svo verður förinni heitið til Berlínar, New York og Los Angeles. Að þessum tónleikum loknum fer Ólafur í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit. Lífið Tónlist Tengdar fréttir Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er gríðarlega sáttur," segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds. Hann hefur gert samning við Universal og mun þessi útgáfurisi gefa út næstu plötur hans. „Þetta voru mjög langar samningaviðræður. Við erum búin að vera að semja síðan í apríl til að reyna að fá eins góðan „díl" og hægt er. Ég er með mínar sérþarfir sem listamaður og vildi ekki fórna neinu. Það gekk upp á endanum," segir Ólafur, hress með nýja samninginn. Hljómsveitin Of Monsters and Men er einnig á útgáfusamningi hjá Universal. „Þau hafa ekki farið neitt illa með Of Monsters and Men," bætir Ólafur við. Fyrsta plata hans á vegum Universal lítur dagsins ljós úti um allan heim í lok febrúar. „Hún er framhald af því sem ég er búinn að vera að gera en hún er kannski aðeins poppaðri," segir hann. Arnór Dan úr Agent Fresco syngur fjögur lög á plötunni, sem var tekin upp í Hörpu ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Það var einmitt samningurinn við Universal sem gerði það að verkum að hann gat leyft sér þann munað. „Ég hef möguleika á að gera miklu stærri hluti en ég hafði áður. Ég gat eytt miklu meira í þessa plötu og þess vegna fengum við Sinfóníuna." Aðspurður segir Ólafur að samningurinn sé frábært tækifæri og opni fyrir sér nýjar dyr. Hann hefur síðastliðin fimm ár verið á mála hjá litlu bresku útgáfufyrirtæki, Erased Tapes. „Það hefur gengið rosalega vel en þetta er bara annar pakki. Að fara frá því að vera í fyrirtæki þar sem eru tveir starfsmenn yfir í fyrirtæki þar sem í hverju einasta landi eru fimm manns bara að sjá um markaðsmálin. Hjá indífyrirtækinu telst gott að selja þrjátíu þúsund plötur en hjá Universal telst það ekkert sérstaklega gott." Í tilefni af nýju plötunni heldur Ólafur útgáfutónleika í nokkrum löndum þar sem hann spilar með þarlendum sinfóníuhljómsveitum. Fyrstu tónleikarnir verða með Sinfóníuhljómsveit Lundúna í hinni virtu tónleikahöll Barbican Hall í Lundúnum. Svo verður förinni heitið til Berlínar, New York og Los Angeles. Að þessum tónleikum loknum fer Ólafur í þriggja mánaða hefðbundnari tónleikaferð í vor með eigin hljómsveit.
Lífið Tónlist Tengdar fréttir Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Vildi ekki semja um kvikmyndatónlist Samningurinn við Universal felur ekki sér kvikmyndatónlist af neinu tagi. Ólafur hefur undanfarið látið að sér kveða sem kvikmyndatónskáld samhliða píanóskotinni sólótónlist sinni. 23. nóvember 2012 00:01
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“