Sökkti sér ekki niður í undirheimana freyr@frettabladid.is skrifar 24. nóvember 2012 06:00 við tölvuna Guðbjörg Tómasdóttir skrifar bækur sínar á gamla Macintosh-tölvu.fréttablaðið/anton „Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar." Lífið Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
„Ef höfuðið á manni er í lagi er það upplagt letistarf að sitja og skrifa," segir hin 83 ára Guðbjörg Tómasdóttir, sem hefur gefið út sína aðra skáldsögu, Morð og missætti. Sagan gerist í Reykjavík á síðari hluta tuttugustu aldar. Aðalpersónan Bista lendir í alvarlegu slysi. Hún neyðist því til að líta um öxl og meta staðreyndir lífsins. Sagan teygir anga sína inn á svið eiturlyfja og glæpa. Um söguþráðinn segir Guðbjörg: „Það má segja að hann byrji á einelti, leiðist út í eiturlyf, leiti eftir trausti, svo kemur ástin, afbrýðisemin, svikin og morðið." Útgáfan á sér fimm ára forsögu. „Ég þóttist vera búin að fá útgefanda en þá kom hrunið. Svo vildi þannig til að annar meðlimur útgáfufyrirtækisins dó," greinir hún frá. Þrjú síðastliðin haust stóð til að gefa bókina út en ekkert varð af því og ákvað Guðbjörg því að grípa í taumana. „Ég ákvað 5. október að gefa bókina bara út sjálf. Þeir tóku mér mjög vel hjá Ísafoldarprentsmiðju og það var bara drifið í þessu og bókin kom út 24. október." Guðbjörg hefur verið heimavinnandi húsmóðir í meira en sextíu ár, bæði í Hafnarfirði og annars staðar. Hún hefur alltaf haft gaman af bókum og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Eftir að hafa verið hvött til að skrifa skáldsögu ákvað hún að láta slag standa og kom sú fyrsta, Hinsta bónin, út fyrir sjö árum. „Þegar ég hélt því fram að rithöfundar stælu æviminningum fólks og notuðu í bækurnar sínar var skorað á mig að ég skyldi sýna að það væri hægt að skrifa sögu án þess að gera það," segir hún. „Alla mína tíð hef ég reynt að gera sjálfuþað sem þarf að leysa af hendi en ekki sækja það til annarra." Glæpir og eiturlyf koma við sögu í Morði og missætti en aðspurð segist Guðbjörg ekki hafa lagst í neina rannsóknarvinnu vegna bókarinnar. „Þetta er ekki heimildarskáldsaga. Ég rannsakaði ekki neitt af því að ég tek ekkert frá öðrum." Spurð hvort hún sé ekki orðin of gömul til að gefa út svona bók segir hún: „Auðvitað er ég alltof gömul að gefa út skáldsögu núna. Og það er mikið vandamál að þurfa að markaðssetja hana. Hún segir að skrifin séu engu að síður góð fyrir heilsuna. „Ef maður hugsar ekkert og situr bara og bíður þá koðnar heilinn niður eins og aðrir líkamspartar."
Lífið Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira