Tilgangur „sér“þjónustu Toshiki Toma skrifar 26. nóvember 2012 11:30 Þekkið þið „sérþjónustuprest“? Sérþjónustuprestur er t.d. fangaprestur eða prestur fatlaðra, sem sé, prestur sem starfar fyrir tiltekið málefni eða hjá stofnun eins og spítala eða elliheimili. Þeir eru ekki bundnir við sókn, sem er hefðbundin grunneining í skipulagi kirkjunnar. Að því leyti eru þeir „sér“. Nú starfa um 18 prestar fyrir fanga, fatlað fólk, innflytjendur, sjúklinga á spítölum o.fl. En af hverju sérþjónustuprestar? Tvær spurningar munu koma upp. Í fyrsta lagi, geta prestar í sóknum ekki sinnt málum sem tilheyra sérþjónustu? Í öðru lagi, hvetur „sérþjónustan“ ekki til aðskilnaðar tiltekins hóps frá öðrum, eins og fatlaðs fólks frá öðrum? Fyrstu spurningunni er auðsvarað. Oftast krefst ákveðið málefni meiri sérþekkingar en í venjulegu prestsstarfi. Og einnig tekur það mikinn tíma að sinna fólki almennilega. Ef maður sér hve mikið sjúkrahúsprestur er upptekinn í sinni þjónustu, mun þessi fyrsta spurning hverfa. Síðari spurningunni mun ég svara þannig. Tilgangur sérþjónustunnar er ekki að aðskilja ákveðið fólk frá öðru fólki. En það er satt að við þurfum að veita fólki með t.d. fötlun eða fólki í sérstökum aðstæðum eins og fangelsi öðruvísi þjónustu. En það sem við sérþjónustuprestar sjáum í þjónustu okkar er ekki fötlun, sjúkdómur eða framandi tungumál, heldur mætum við manneskjum. Ég vil meina að aðgreining milli hefðbundinnar prestsþjónustu og sérþjónustu sé einungis tæknileg. Sérþjónustuprestar nota öðruvísi nálgun en sóknarprestar til að kafa í málin í mismunandi og oft erfiðum aðstæðum, í þeirri viðleitni að mæta fólki í þeim aðstæðum sem það er statt og styðja það. Við þjónum undir kjörorðinu: „Öll erum við Guðs börn.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þekkið þið „sérþjónustuprest“? Sérþjónustuprestur er t.d. fangaprestur eða prestur fatlaðra, sem sé, prestur sem starfar fyrir tiltekið málefni eða hjá stofnun eins og spítala eða elliheimili. Þeir eru ekki bundnir við sókn, sem er hefðbundin grunneining í skipulagi kirkjunnar. Að því leyti eru þeir „sér“. Nú starfa um 18 prestar fyrir fanga, fatlað fólk, innflytjendur, sjúklinga á spítölum o.fl. En af hverju sérþjónustuprestar? Tvær spurningar munu koma upp. Í fyrsta lagi, geta prestar í sóknum ekki sinnt málum sem tilheyra sérþjónustu? Í öðru lagi, hvetur „sérþjónustan“ ekki til aðskilnaðar tiltekins hóps frá öðrum, eins og fatlaðs fólks frá öðrum? Fyrstu spurningunni er auðsvarað. Oftast krefst ákveðið málefni meiri sérþekkingar en í venjulegu prestsstarfi. Og einnig tekur það mikinn tíma að sinna fólki almennilega. Ef maður sér hve mikið sjúkrahúsprestur er upptekinn í sinni þjónustu, mun þessi fyrsta spurning hverfa. Síðari spurningunni mun ég svara þannig. Tilgangur sérþjónustunnar er ekki að aðskilja ákveðið fólk frá öðru fólki. En það er satt að við þurfum að veita fólki með t.d. fötlun eða fólki í sérstökum aðstæðum eins og fangelsi öðruvísi þjónustu. En það sem við sérþjónustuprestar sjáum í þjónustu okkar er ekki fötlun, sjúkdómur eða framandi tungumál, heldur mætum við manneskjum. Ég vil meina að aðgreining milli hefðbundinnar prestsþjónustu og sérþjónustu sé einungis tæknileg. Sérþjónustuprestar nota öðruvísi nálgun en sóknarprestar til að kafa í málin í mismunandi og oft erfiðum aðstæðum, í þeirri viðleitni að mæta fólki í þeim aðstæðum sem það er statt og styðja það. Við þjónum undir kjörorðinu: „Öll erum við Guðs börn.“
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar