Ljóðið um aðventukertin fjögur 11. desember 2012 11:00 Aðventukrans. Aðventukransinn barst hingað til lands frá Danmörku eftir árið 1940 en hann er talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta útstillingarglugga í verslunum en varð algengur á íslenskum heimilum á árunum milli 1960 og 1970. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri orti ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast "Nå tenner vi det første lys“. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið "Við kveikjum einu kerti á“. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands Jólafréttir Mest lesið Allir fá þá eitthvað fallegt Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Allir geta gert góðan jólamat Jól Ýmsar grýlusögur og leikrit Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Fullkomin jólaförðun með rauðum varalit Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Jólalag dagsins: Unnsteinn Manúel syngur Blue Christmas Jól
Aðventukransinn barst hingað til lands frá Danmörku eftir árið 1940 en hann er talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta útstillingarglugga í verslunum en varð algengur á íslenskum heimilum á árunum milli 1960 og 1970. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri orti ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast "Nå tenner vi det første lys“. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið "Við kveikjum einu kerti á“. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands
Jólafréttir Mest lesið Allir fá þá eitthvað fallegt Jól Jólalag dagsins: Notalega jólalagið Notalegt með meðlimum GÓSS Jól Hjá mömmu eða pabba á jólunum? Jólin Allir geta gert góðan jólamat Jól Ýmsar grýlusögur og leikrit Jól Hoppandi glaður með eitthvað nördalegt Jól Fullkomin jólaförðun með rauðum varalit Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember Jól Jólalag dagsins: Unnsteinn Manúel syngur Blue Christmas Jól