Stóristyrkur Sigurður Árni Þórðarson skrifar 10. desember 2012 06:00 Í vorbirtunni 1941 settu stúdentar upp húfur sínar. Annar landsdúxanna var kona. Dúxar eru dýrmætir og hæsta einkunn skipti máli því dúxar fengu stórastyrk. Það var peningasjóður til að kosta nám erlendis. Svo var sagt frá í fréttum ríkisútvarpsins að menntamálaráð hefði ákveðið að styrkja ekki aðeins fjóra eins og verið hafði heldur tíu stúdenta. En engin kona var þó í hópi styrkþega! Stúdentinn með hæstu einkunn í landinu, kvendúxinn í MR, var ekki meðal þeirra. Og hver skyldi ástæðan hafa verið? Rökin voru að kona sem færi utan til náms myndi væntanlega falla í fang erlends eiginmanns, ekki rata til baka til Íslands, týnast. Að fjárfesta í kvendúx væri því vond fjárfesting! Valborg Sigurðardóttir lærði að ágætiseinkunn er engin vörn gegn spilltu valdi. Að ná frábærum námsárangri er afleiðing góðrar ástundunar en svo eru fordómar og óréttlæti allt annað. En hún gaf sig ekki og hvikaði ekki í réttlætissókn sinni. Hún hafði sigur, fékk stórastyrk ári síðar og fór vestur um haf, lærði sálarfræði í Minnesota og síðan uppeldisfræði í Massachusetts. Þar var hún metin að verðleikum fyrir að vera dúx og lúx. Hún lærði í kvennaháskólanum Smith College sem slípaði dýrmæti og agaði námsforka til þroska. Skólinn útskrifaði ekki aðeins Nancy Reagan og Barböru Bush, heldur líka Betty Friedan, Gloriu Steinem og Valborgu! Þar óttaðist enginn að menntun kvenna gerði þær villugjarnar. Í deiglu skólans mótuðust ýmsir málsvarar mannréttinda og þar með femínisma eftirstríðsáranna, sem höfðu víðtæk áhrif til góðs. Dúxinn umbreyttist í menntakonu. Stríðinu lauk, karlaherirnir streymdu heim af vígstöðvunum en meistaraneminn sem var að skrifa lokaritgerð sína var ekki með hugann við þá. Henni var ekki villugjarnt. Valborg var beðin um að stýra skóla sem gæti fagmenntað starfsfólk til starfa á stofnunum fyrir forskólabörn. Hún fór heim og faðmaði síðar Ármann Snævarr og eignaðist fimm börn. Valborg breytti íslensku menntakerfi og viðmiðum í uppeldi barna. Hún mótaði nýjan skóla, í nýju lýðveldi og á nýjum tíma. Hún skrifaði uppeldisstefnu fyrir leikskólastigið og bækur um uppeldi. Svo kenndi hún og útskrifaði um 900 fóstrur og síðar leikskólakennara á ferli sínum sem skólastjóri. Á níræðisaldri skrifaði hún og gaf út bókina: Íslensk menntakona verður til. Valborgarsaga er heillandi lykilsaga og varðar hæfni, gildi, réttlæti og vald. Svo er líka merkilegt að nokkrir styrkþeganna frá 1941 kvæntust erlendis. Þeir komu ekki til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Í vorbirtunni 1941 settu stúdentar upp húfur sínar. Annar landsdúxanna var kona. Dúxar eru dýrmætir og hæsta einkunn skipti máli því dúxar fengu stórastyrk. Það var peningasjóður til að kosta nám erlendis. Svo var sagt frá í fréttum ríkisútvarpsins að menntamálaráð hefði ákveðið að styrkja ekki aðeins fjóra eins og verið hafði heldur tíu stúdenta. En engin kona var þó í hópi styrkþega! Stúdentinn með hæstu einkunn í landinu, kvendúxinn í MR, var ekki meðal þeirra. Og hver skyldi ástæðan hafa verið? Rökin voru að kona sem færi utan til náms myndi væntanlega falla í fang erlends eiginmanns, ekki rata til baka til Íslands, týnast. Að fjárfesta í kvendúx væri því vond fjárfesting! Valborg Sigurðardóttir lærði að ágætiseinkunn er engin vörn gegn spilltu valdi. Að ná frábærum námsárangri er afleiðing góðrar ástundunar en svo eru fordómar og óréttlæti allt annað. En hún gaf sig ekki og hvikaði ekki í réttlætissókn sinni. Hún hafði sigur, fékk stórastyrk ári síðar og fór vestur um haf, lærði sálarfræði í Minnesota og síðan uppeldisfræði í Massachusetts. Þar var hún metin að verðleikum fyrir að vera dúx og lúx. Hún lærði í kvennaháskólanum Smith College sem slípaði dýrmæti og agaði námsforka til þroska. Skólinn útskrifaði ekki aðeins Nancy Reagan og Barböru Bush, heldur líka Betty Friedan, Gloriu Steinem og Valborgu! Þar óttaðist enginn að menntun kvenna gerði þær villugjarnar. Í deiglu skólans mótuðust ýmsir málsvarar mannréttinda og þar með femínisma eftirstríðsáranna, sem höfðu víðtæk áhrif til góðs. Dúxinn umbreyttist í menntakonu. Stríðinu lauk, karlaherirnir streymdu heim af vígstöðvunum en meistaraneminn sem var að skrifa lokaritgerð sína var ekki með hugann við þá. Henni var ekki villugjarnt. Valborg var beðin um að stýra skóla sem gæti fagmenntað starfsfólk til starfa á stofnunum fyrir forskólabörn. Hún fór heim og faðmaði síðar Ármann Snævarr og eignaðist fimm börn. Valborg breytti íslensku menntakerfi og viðmiðum í uppeldi barna. Hún mótaði nýjan skóla, í nýju lýðveldi og á nýjum tíma. Hún skrifaði uppeldisstefnu fyrir leikskólastigið og bækur um uppeldi. Svo kenndi hún og útskrifaði um 900 fóstrur og síðar leikskólakennara á ferli sínum sem skólastjóri. Á níræðisaldri skrifaði hún og gaf út bókina: Íslensk menntakona verður til. Valborgarsaga er heillandi lykilsaga og varðar hæfni, gildi, réttlæti og vald. Svo er líka merkilegt að nokkrir styrkþeganna frá 1941 kvæntust erlendis. Þeir komu ekki til baka.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun