Stærsta framkvæmd frá hruni boðin út Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. desember 2012 06:30 Byggingin milli Þjóðarbókhlöðu og Hótel Sögu verður þrjár hæðir og hulin stálhjúp. Framkvæmdin á að fá alþjóðlega umhverfisvottun.Mynd/Hornsteinar "Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar. Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
"Þetta er stærsta framkvæmd sem við höfum boðið út í langan tíma," segir Óskar Valdimarsson, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins sem sótt hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi íslenskra fræða við Suðurgötu. Áætlaður byggingarkostnaður nýja háskólahússins er ríflega þrír milljarðar króna. Ríkið leggur til 2,4 milljarða. Afgangurinn kemur úr sjóðum Happdrættis Háskóla Íslands. Húsið er byggt samkvæmt verðlaunahönnun Hornsteina frá árinu 2008. "Við skrifuðum undir hönnunarsamninginn viku eftir að Geir Haarde bað guð að blessa Ísland. Þetta var pínulítið ljós í myrkrinu þá," segir Óskar. Að þessu verkefni meðtöldu eru fimm stórverk á leið í útboð hjá Framkvæmdasýslunni fram á vor. Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir 2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900 milljónir króna á Siglufirði og 300 milljónir á Fáskrúðsfirði."Þessi fimm verkefni eru yfir átta milljarðar. Það er alveg hellingur enda voru verktakarnir ánægðir," segir Óskar sem í gær kynnti þeim stöðuna fram undan hjá Framkvæmdasýslunni á fundi með Samtökum iðnaðarins. Óskar segir Hús íslenskra fræða verða boðið út um leið og fjárlög hafi verið samþykkt. Í húsinu verður Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og íslenskuskor Háskóla Íslands. Verktíminn er ætlaður þrjú ár og raunhæft er að húsið verði tekið í fulla notkun vorið 2016. Sjálf byggingin verður sporöskjulaga. Utan um bygginguna verður stálhjúpur og á honum verða ýmis tákn tengd handritunum, gersemum íslensku þjóðarinnar sem geymd verða í kjallara hússins. "Jarðvatnið stendur það hátt að við vorum í vandræðum með að það færi upp á kjallaraveggina – sem við viljum alls ekki þar sem handritin eru fyrir innan. Þannig að við gerðum mjög vistvæna lausn og leiðum allt þetta jarðvatn undir Suðurgötuna og niður í Tjörn þannig að endurnar þar fái ferskara og betra vatn," segir Óskar.
Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira