Bráðdrepandi byssumenning Ólafur Þ. Stephensen skrifar 18. desember 2012 06:00 Fjöldamorðin í Sandy Hook í Newtown í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem tuttugu lítil börn og sex fullorðnir létu lífið, gætu orðið vendipunktur í umræðum um byssueign vestra. Stór hluti Bandaríkjamanna lítur á það sem helgan rétt að eiga og bera skotvopn og vísar í stjórnarskrána þeirri skoðun til stuðnings. Byssueign er ekki algengari í neinu þróuðu ríki heims. Margendurtekin fjöldamorð brjálaðra byssumanna eru líka sérbandarískt fyrirbæri. Það gengur hins vegar einkennilega hægt fyrir bandaríska stjórnmálamenn að tengja þessar tvær staðreyndir saman og bregðast við í samræmi við það. Eftir hvert fjöldamorð heyrast yfirleitt raddir um að nú sé mál að herða byssulöggjöfina í Bandaríkjunum. Öflugir þrýstihópar, með National Rifle Association (NRA) í broddi fylkingar, rísa þá yfirleitt upp og hræða stjórnmálamenn nógu mikið til að ekkert verður úr lagabreytingum. Núna er almenningi í Bandaríkjunum hins vegar svo ofboðið að líklegt er að stuðningur við takmarkanir á vopnaeign verði nægur til að ýta í gegn breytingum. Enda sagði Obama Bandaríkjaforseti í ræðu sinni í Newtown að breytinga væri þörf ef það ætti að takast að koma í veg fyrir að slíkur hryllingur endurtæki sig einu sinni enn. Bandaríkjamenn hljóta að þurfa að horfa í eigin barm og velta mjög rækilega fyrir sér hvaða þátt þeirra eigin byssumenning eigi í öldu ódæðisverka á árinu, þar sem árásin í Newtown er sú mannskæðasta. Þrýstihópar byssueigenda beita fyrir sig slagorðinu „byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk". Sem er út af fyrir sig rétt, einhver þarf að halda á vopninu. Hins vegar liggur í augum uppi að gott aðgengi að hættulegum vopnum eykur líkurnar á að þau komist í rangar hendur. Það er hægt að virða stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að eiga vopn til að verja sig og sína, en banna hins vegar að almenningur geti átt sjálfvirk eða hálfsjálfvirk vopn og margskota magasín. Slík vopn gera sturluðum mönnum eins og Adam Lanza kleift að myrða marga á skömmum tíma áður en hjálp berst. Fordæmi frá öðrum löndum sýna að bann við slíkum vopnum virkar. Eftir fjöldamorðin í Port Arthur í Ástralíu árið 1996, þar sem byssumaður myrti 35 manns og særði 23, var lagt bann við sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssum og almenningi gert að afhenda slík vopn gegn gjaldi. Ofbeldisglæpum þar sem skotvopn koma við sögu hefur síðan fækkað verulega í Ástralíu og viðlíka fjöldamorð hafa ekki verið framin í landinu. Obama forseti er í betri stöðu en áður til að koma breytingum á vopnalöggjöfinni í gegn. Hann er nýbúinn að vinna forsetakosningar og þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri. Hryllingurinn í Newtown er svo ólýsanlegur og raunar óskiljanlegur, að ætla má að hann hafi veruleg áhrif á almenningsálitið. Í raun má segja að ef þessi skelfilegi atburður verði ekki til þess að vopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði endurskoðuð geti ekkert orðið til þess að svo verði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fjöldamorðin í Sandy Hook í Newtown í Bandaríkjunum á föstudag, þar sem tuttugu lítil börn og sex fullorðnir létu lífið, gætu orðið vendipunktur í umræðum um byssueign vestra. Stór hluti Bandaríkjamanna lítur á það sem helgan rétt að eiga og bera skotvopn og vísar í stjórnarskrána þeirri skoðun til stuðnings. Byssueign er ekki algengari í neinu þróuðu ríki heims. Margendurtekin fjöldamorð brjálaðra byssumanna eru líka sérbandarískt fyrirbæri. Það gengur hins vegar einkennilega hægt fyrir bandaríska stjórnmálamenn að tengja þessar tvær staðreyndir saman og bregðast við í samræmi við það. Eftir hvert fjöldamorð heyrast yfirleitt raddir um að nú sé mál að herða byssulöggjöfina í Bandaríkjunum. Öflugir þrýstihópar, með National Rifle Association (NRA) í broddi fylkingar, rísa þá yfirleitt upp og hræða stjórnmálamenn nógu mikið til að ekkert verður úr lagabreytingum. Núna er almenningi í Bandaríkjunum hins vegar svo ofboðið að líklegt er að stuðningur við takmarkanir á vopnaeign verði nægur til að ýta í gegn breytingum. Enda sagði Obama Bandaríkjaforseti í ræðu sinni í Newtown að breytinga væri þörf ef það ætti að takast að koma í veg fyrir að slíkur hryllingur endurtæki sig einu sinni enn. Bandaríkjamenn hljóta að þurfa að horfa í eigin barm og velta mjög rækilega fyrir sér hvaða þátt þeirra eigin byssumenning eigi í öldu ódæðisverka á árinu, þar sem árásin í Newtown er sú mannskæðasta. Þrýstihópar byssueigenda beita fyrir sig slagorðinu „byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk". Sem er út af fyrir sig rétt, einhver þarf að halda á vopninu. Hins vegar liggur í augum uppi að gott aðgengi að hættulegum vopnum eykur líkurnar á að þau komist í rangar hendur. Það er hægt að virða stjórnarskrárbundinn rétt Bandaríkjamanna til að eiga vopn til að verja sig og sína, en banna hins vegar að almenningur geti átt sjálfvirk eða hálfsjálfvirk vopn og margskota magasín. Slík vopn gera sturluðum mönnum eins og Adam Lanza kleift að myrða marga á skömmum tíma áður en hjálp berst. Fordæmi frá öðrum löndum sýna að bann við slíkum vopnum virkar. Eftir fjöldamorðin í Port Arthur í Ástralíu árið 1996, þar sem byssumaður myrti 35 manns og særði 23, var lagt bann við sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssum og almenningi gert að afhenda slík vopn gegn gjaldi. Ofbeldisglæpum þar sem skotvopn koma við sögu hefur síðan fækkað verulega í Ástralíu og viðlíka fjöldamorð hafa ekki verið framin í landinu. Obama forseti er í betri stöðu en áður til að koma breytingum á vopnalöggjöfinni í gegn. Hann er nýbúinn að vinna forsetakosningar og þarf ekki að hafa áhyggjur af endurkjöri. Hryllingurinn í Newtown er svo ólýsanlegur og raunar óskiljanlegur, að ætla má að hann hafi veruleg áhrif á almenningsálitið. Í raun má segja að ef þessi skelfilegi atburður verði ekki til þess að vopnalöggjöf í Bandaríkjunum verði endurskoðuð geti ekkert orðið til þess að svo verði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun