Martröð fræga fólksins 18. desember 2012 06:00 Justin Bieber Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms. Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Fregnir bárust í síðustu viku af hryllilegu ráðabruggi, þar sem þrír menn höfðu í hyggju að myrða kanadíska ungstirnið Justin Bieber og skera undan honum. Til allrar hamingju komst lögreglan á snoðir um glæpinn fyrirhugaða og handtók tvo þeirra, en sá þriðji, Dana Martin, hafði skipulagt morðið handan veggja fangelsis. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem veikir menn eða konur reyna að ráða fólki í skemmtanabransanum bana, og því miður hefur sumum meira að segja tekist ætlunarverkið. Frægast er líklegast morðið á John Lennon, en hann var skotinn til bana fyrir utan Dakota-bygginguna í New York þann 8. desember 1980. Morðinginn, Mark David Chapman, hafði haft fyrrum Bítilinn á heilanum um nokkuð skeið, og lét til skarar skríða aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lennon gaf honum eiginhandaráritun. Annar Bítill varð fyrir lífshættulegri árás nærri tveimur áratugum síðar, en þann 30. desember 1999 réðist óður hnífamaður á George Harrison, og stakk hann meira en 40 sinnum í höfuð og búk. Harrison var heppnari en Lennon, og lifði árásina af, en vinir hans og fjölskylda vitna um það að árásin hafi breytt honum mikið. Árásarmaðurinn, Michael Abram, var ósakhæfur vegna geðrænna vandamála, en var vistaður á geðsjúkrahúsi í eitt og hálft ár eftir árásina. Árið 1981 komst hinn 25 ára gamli John Hinckley, Jr í heimsfréttirnar þegar hann reyndi að ráða forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan, af dögum. Reagan hafði reyndar ekki starfað innan skemmtanabransans í dágóðan tíma, en Hinckley var haldinn sjúklegri þráhyggju fyrir ungstirninu Jodie Foster. Hann hafði sent henni nokkur ástarbréf en fékk ekki þau viðbrögð sem hann óskaði eftir. Hann taldi banatilræði á hendur forsetanum hans einu leið til þess að láta leikkonuna taka eftir sér. Reagan lifði tilræðið af, þrátt fyrir að hafa fengið byssukúlu í bringuna, en Hinckley var vistaður á stofnun, þar sem hann er enn. Gítarleikari þungarokkshljómsveitarinnar Pantera, „Dimebag" Darrell Abbott, var skotinn til bana þann 8. desember 2004, þar sem hann stóð uppi á sviði ásamt hljómsveit sinni Damageplan. Árásarmaðurinn, Nathan Gale, var með Darrell á heilanum, og kenndi honum um upplausn Pantera, en hann var mikill aðdáandi. Þrír aðrir týndu lífi í árásinni, að ótöldum Gale sjálfum, en hann var skotinn til bana af lögreglumanni. Tveir menn voru handteknir í fyrra, þeir Junior Bradshaw og Kevin Liverpool, grunaðir um að hafa ætlað að ræna bresku söngkonunni Joss Stone og myrða hana. Í fórum þeirra fannst líkpoki, reipi, tvö sverð, og handskrifaðar leiðbeiningar að heimili söngkonunnar. Mennirnir bíða nú dóms.
Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira