Hægt að hjóla á stíg frá Hamrahlíð upp í Bauhaus 19. desember 2012 09:00 Jólahjólatúr Nýi hjólastígurinn var vígður með pompi og prakt. Mynd/Daði gunnlaugsson Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. Með lagningu þessa stofnstígs frá skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð að gönguleið við verslun Bauhaus eru stígakerfi sveitarfélaganna tengd saman. Nýi stígurinn er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar og er nú hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Kostnaðurinn við verkið var um 60 milljónir sem deilist á aðstandendur þess. Verktakafélagið Glaumur sá um framkvæmdina en verkið fól meðal annars í sér gerð göngubrúar og um fimm þúsund fermetra malbikslögn. Þá var gengið frá ræsum og 38 ljósastólpar settir upp. Stígurinn liggur í gegnum skógræktina og var rutt fyrir honum í fullu samráði við Skógræktarfélagið. Meðal annars voru þau tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður á náttúrulegan hátt og gróðurþekja úr stígstæðinu var endurnýtt á fláa við stíginn. Í vor verður gengið frá yfirborðsmerkingum þar sem skilið verður á milli gangandi og hjólandi vegfarenda. - þj Fréttir Tengdar fréttir Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Nýr hjóla- og göngustígur milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur var formlega tekinn í notkun í síðustu viku. Jón Gnarr borgarstjóri, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri og Hreinn Haraldsson vegamálastjóri klipptu á borðann en stigu eftir það upp á fáka sína og vígðu stíginn með fríðu föruneyti. Með lagningu þessa stofnstígs frá skógræktarsvæðinu við Hamrahlíð að gönguleið við verslun Bauhaus eru stígakerfi sveitarfélaganna tengd saman. Nýi stígurinn er samvinnuverkefni Reykjavíkurborgar, Mosfellsbæjar og Vegagerðarinnar og er nú hluti af stofnstígakerfi höfuðborgarsvæðisins. Kostnaðurinn við verkið var um 60 milljónir sem deilist á aðstandendur þess. Verktakafélagið Glaumur sá um framkvæmdina en verkið fól meðal annars í sér gerð göngubrúar og um fimm þúsund fermetra malbikslögn. Þá var gengið frá ræsum og 38 ljósastólpar settir upp. Stígurinn liggur í gegnum skógræktina og var rutt fyrir honum í fullu samráði við Skógræktarfélagið. Meðal annars voru þau tré sem felld voru skilin eftir til að brotna niður á náttúrulegan hátt og gróðurþekja úr stígstæðinu var endurnýtt á fláa við stíginn. Í vor verður gengið frá yfirborðsmerkingum þar sem skilið verður á milli gangandi og hjólandi vegfarenda. - þj
Fréttir Tengdar fréttir Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Enn ósamið um síld og kolmunna Fundi um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem haldinn var 14. desember, lauk án árangurs. Um var að ræða framhaldsfund strandríkja vegna stjórnunar veiða úr stofninum á árinu 2013. Boðað verður til annars fundar um miðjan janúar. Þessi niðurstaða þýðir enn fremur að samkomulag um stjórn veiða úr kolmunnastofninum á árinu 2013 er ekki í höfn. 19. desember 2012 06:00