Alvöru Harlem-stemning í Tryggvagötunni 19. desember 2012 06:00 Kristjana Björg Reynisdóttir og Steindór Grétar Jónsson á Harlem. Mynd/Vilhelm "Við fengum til liðs við okkur á annan tug ungra myndlistarmanna til að skreyta innviði staðarins með fjölbreyttri myndlist. Það gefur honum lifandi blæ og það er virkilega flott að sjá alla þessa ólíku stíla blandast saman," segir Steindór Grétar Jónsson. Steindór Grétar er einn eigenda nýs skemmtistaðar, Harlem, sem opnar að Tryggvagötu 22 á morgun. Lengi vel gekk staðurinn undir nafninu Bakkus, en fyrir rúmu ári var honum breytt í Þýska barinn og nú í Harlem. "Þetta hefur verið mikill sprettur og við erum búin að umturna staðnum á örfáum vikum. Á sama tíma erum við að undirbúa jólin, vinna að öðru og margir af listamönnunum okkar jafnvel í prófum eða lokaverkefnisskilum. Þar sem við vorum með mikið af góðu fólki með okkur gátum við þó látið þetta ganga upp," segir Steindór. Árni Már Erlingsson var fenginn í hlutverk listræns stjórnanda við uppsetningu staðarins og kappkostað var að láta gestum líða vel á staðnum. "Við hugsuðum bara með okkur hvað okkur þætti vanta í stemninguna í miðbæinn og þetta varð niðurstaðan. Árni safnaði svo fólki úr öllum áttum, með ólíka sýn og tækni, og það kom ótrúlega vel út," segir Steindór. "Við komum svo til með að brydda upp á alls kyns nýjungum sem fólk fær að uppgötva þegar það kemur. En það er óhætt að segja að ýmislegt muni koma á óvart," bætir hann við.- trs Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
"Við fengum til liðs við okkur á annan tug ungra myndlistarmanna til að skreyta innviði staðarins með fjölbreyttri myndlist. Það gefur honum lifandi blæ og það er virkilega flott að sjá alla þessa ólíku stíla blandast saman," segir Steindór Grétar Jónsson. Steindór Grétar er einn eigenda nýs skemmtistaðar, Harlem, sem opnar að Tryggvagötu 22 á morgun. Lengi vel gekk staðurinn undir nafninu Bakkus, en fyrir rúmu ári var honum breytt í Þýska barinn og nú í Harlem. "Þetta hefur verið mikill sprettur og við erum búin að umturna staðnum á örfáum vikum. Á sama tíma erum við að undirbúa jólin, vinna að öðru og margir af listamönnunum okkar jafnvel í prófum eða lokaverkefnisskilum. Þar sem við vorum með mikið af góðu fólki með okkur gátum við þó látið þetta ganga upp," segir Steindór. Árni Már Erlingsson var fenginn í hlutverk listræns stjórnanda við uppsetningu staðarins og kappkostað var að láta gestum líða vel á staðnum. "Við hugsuðum bara með okkur hvað okkur þætti vanta í stemninguna í miðbæinn og þetta varð niðurstaðan. Árni safnaði svo fólki úr öllum áttum, með ólíka sýn og tækni, og það kom ótrúlega vel út," segir Steindór. "Við komum svo til með að brydda upp á alls kyns nýjungum sem fólk fær að uppgötva þegar það kemur. En það er óhætt að segja að ýmislegt muni koma á óvart," bætir hann við.- trs
Lífið Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira