Sendi þýðinguna heim frá Jay Leno freyr@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 06:00 kominn heim Steingrímur Karl Teague er kominn heim eftir óvænta tónleikaferð með Of Monsters and Men.fréttablaðið/gva „Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum." Lífið Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum."
Lífið Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp