Stjakarnir mynda fullkomna óreglu alfrun@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 08:00 heilluð af fimm- hyrningum Vöru- og innanhússhönnuðurinn Sonja Björk Ragnarsdóttir hefur sent frá sér kertastjakana 5 frá SO by Sonja sem fást meðal annars í Kraumi. Fréttablaðið/Stefán „Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja. Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja.
Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira