Tónlist í jólapakkann 20. desember 2012 07:00 MARGAR FLOTTAR ÚTGÁFUR 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar eru dæmi um glæsilegan tónlistarpakka. Það var mikið gert grín að dómnefnd Rannsóknarseturs verslunarinnar í fyrra þegar hún valdi spjaldtölvu sem jólagjöf ársins. Í ár vandaði dómnefndin sig greinilega meira og valdi íslenska tónlist sem jólagjöf ársins. Flott val sem auðvelt er að færa góð rök fyrir. Í fyrsta lagi er verðið mjög viðráðanlegt og svo er árið 2012 líka búið að vera mjög gott ár fyrir íslenska tónlist. Það hefur sjaldan eða aldrei komið út jafn mikið af góðum plötum. Gæðaplötur ársins skipta tugum og það er eitthvað í boði fyrir alla. Plötur Ásgeirs Trausta, Retro Stefson, Moses Hightower og Hjaltalín eru dæmi um plötur sem hafa slegið í gegn, en það eru mjög margar fleiri flottar plötur í popp-, rokk- og jaðardeildinni eins og sést í árslistavali tónlistarspekúlanta hér í blaðinu. Og það er margt annað í boði. Gamlir jaxlar eins og Mannakorn, Magnús og Jóhann og Bubbi komu t.d. með fínar plötur á árinu og í djassdeildinni er hægt að velja um plötur frá adhd, Skúla Sverris & Óskari Guðjóns og Stórsveit Samúel J. Samúelssonar svo eitthvað sé nefnt. Og svo eru það sparipakkarnir. Í boði eru m.a. mjög glæsilegir ferilspakkar með Ríó Tríó (3 plötur og DVD-diskur), Andreu Gylfa, Megasi og Jet Black Joe og svo voru nokkrir af stórtónleikum ársins gefnir út: Þar á meðal eru Stuðmenn í Hörpu, Minningartónleikarnir um Elly Vilhjálms og 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar. Síðastnefndu tónleikarnir voru algerlega frábærir. Hljómsveitin spilaði ekki bara bestu lögin sín heldur bryddaði upp á ýmsum nýjungum, fékk t.d. gesti til að flytja sum laganna. Þar á meðal voru KK, Hjaltalín og Unnsteinn úr Retro Stefson. Með afmælisútgáfunni fylgir líka aukadiskur með endurgerðum nokkurra listamanna á sígildum smellum með sveitinni. Flottur pakki! Lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Það var mikið gert grín að dómnefnd Rannsóknarseturs verslunarinnar í fyrra þegar hún valdi spjaldtölvu sem jólagjöf ársins. Í ár vandaði dómnefndin sig greinilega meira og valdi íslenska tónlist sem jólagjöf ársins. Flott val sem auðvelt er að færa góð rök fyrir. Í fyrsta lagi er verðið mjög viðráðanlegt og svo er árið 2012 líka búið að vera mjög gott ár fyrir íslenska tónlist. Það hefur sjaldan eða aldrei komið út jafn mikið af góðum plötum. Gæðaplötur ársins skipta tugum og það er eitthvað í boði fyrir alla. Plötur Ásgeirs Trausta, Retro Stefson, Moses Hightower og Hjaltalín eru dæmi um plötur sem hafa slegið í gegn, en það eru mjög margar fleiri flottar plötur í popp-, rokk- og jaðardeildinni eins og sést í árslistavali tónlistarspekúlanta hér í blaðinu. Og það er margt annað í boði. Gamlir jaxlar eins og Mannakorn, Magnús og Jóhann og Bubbi komu t.d. með fínar plötur á árinu og í djassdeildinni er hægt að velja um plötur frá adhd, Skúla Sverris & Óskari Guðjóns og Stórsveit Samúel J. Samúelssonar svo eitthvað sé nefnt. Og svo eru það sparipakkarnir. Í boði eru m.a. mjög glæsilegir ferilspakkar með Ríó Tríó (3 plötur og DVD-diskur), Andreu Gylfa, Megasi og Jet Black Joe og svo voru nokkrir af stórtónleikum ársins gefnir út: Þar á meðal eru Stuðmenn í Hörpu, Minningartónleikarnir um Elly Vilhjálms og 25 ára afmælistónleikar Nýdanskrar. Síðastnefndu tónleikarnir voru algerlega frábærir. Hljómsveitin spilaði ekki bara bestu lögin sín heldur bryddaði upp á ýmsum nýjungum, fékk t.d. gesti til að flytja sum laganna. Þar á meðal voru KK, Hjaltalín og Unnsteinn úr Retro Stefson. Með afmælisútgáfunni fylgir líka aukadiskur með endurgerðum nokkurra listamanna á sígildum smellum með sveitinni. Flottur pakki!
Lífið Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira