Tíra í skammdeginu haukur@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 08:00 Alice Olivia Clarke „Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira