Plan A Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. desember 2012 06:00 Nefnd fulltrúa allra þingflokka, sem stofnuð var til að skoða leiðir að afnámi gjaldeyrishaftanna, skrifaði formönnum stjórnmálaflokkanna bréf fyrir jól. Þar er lagt til að svokallað sólarlagsákvæði í núverandi lögum, um að höftin renni út í lok næsta árs, verði fellt úr gildi og afnám haftanna fremur bundið efnahagslegum skilyrðum sem þurfi að vera fyrir hendi. Nefndin er sömuleiðis á því að ekki sé ráðlegt að samþykkja nauðasamninga Glitnis og Kaupþings nema fyrir liggi heildræn stefna um afnám haftanna. Um þessa niðurstöðu, sem hefur legið í loftinu alllengi, ríkti samstaða í nefndinni og miðað við viðbrögðin við henni á það sama við í pólitíkinni. Það þýðir í raun að það er sameiginlegt mat stjórnmálaflokkanna að áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám haftanna hafi ekki reynzt raunhæf. Aðrar áætlanir um að ganga enn hraðar til verks, eins og sú sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram, eru ekki trúverðugar heldur, enda eru höfundarnir hættir að tala um þá áætlun. Ef „snjóhengjan" brysti og erlendir krónueigendur færu út úr hagkerfinu með eignir sínar yrði afleiðingin líklega sú að gengi krónunnar hryndi enn á ný, með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning í landinu; verðbólgu og hækkun lána heimilanna. Það sama gæti gerzt ef kröfuhafar gömlu bankanna fengju borgað út á skömmum tíma. Þá áhættu vill enginn taka. Enginn vill orða það þannig, en þessi niðurstaða felur líka í sér pólitíska samstöðu um að næstu árin er ekki búandi við krónuna nema í höftum. Það felur jafnframt í sér að Ísland er ekki þátttakandi í alþjóðahagkerfinu á jafnréttisgrundvelli. Þegar skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldeyrismálum kom út sagði seðlabankastjórinn að tækist ekki að losa gjaldeyrishöftin á meðan við byggjum við krónuna yrði að fara í „plan B" eins og hann kallaði það, að afnema höftin í samstarfi við Evrópusambandið. Raunar er vandséð af hverju sá kostur ætti ekki að vera plan A við núverandi kringumstæður. Áætlanir um að afnema höftin án þess að vera með skýrt plan um upptöku nýs gjaldmiðils hafa ekki gengið eftir. Afnám haftanna í samstarfi við ESB, með upptöku evrunnar að markmiði, er áætlun sem er bæði líklegri til að ganga upp og að njóta einhvers trúverðugleika meðal erlendra fjárfesta en þau plön sem hingað til hafa mistekizt. Evrópusambandið hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna um slíkt og hefur stofnað starfshóp með Íslandi til að skoða málið sem lið í aðildarviðræðunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði á Alþingi fyrir jól: „Er verið að tala um að Evrópusambandið ætli að lána fjármuni til að við getum greitt kröfuhöfum út? Er verið að tala um faglega aðstoð, tæknilega aðstoð? Hvers konar aðstoð er verið að tala um?" Óyggjandi svör við þessum spurningum fær hann ekki nema aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið. Formaður Sjálfstæðisflokksins vill hins vegar slíta viðræðunum, sem hann taldi sjálfur fyrir fáeinum árum að ætti að fara í, einkum vegna óvissu um að krónan væri hentugur framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Það er ágætt að flokkarnir hafi sameiginlega sýn á núverandi stöðu í gjaldeyrismálum. En sameiginlega framtíðarsýn skortir alveg og raunhæft „plan B" um krónu án hafta á enginn til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun
Nefnd fulltrúa allra þingflokka, sem stofnuð var til að skoða leiðir að afnámi gjaldeyrishaftanna, skrifaði formönnum stjórnmálaflokkanna bréf fyrir jól. Þar er lagt til að svokallað sólarlagsákvæði í núverandi lögum, um að höftin renni út í lok næsta árs, verði fellt úr gildi og afnám haftanna fremur bundið efnahagslegum skilyrðum sem þurfi að vera fyrir hendi. Nefndin er sömuleiðis á því að ekki sé ráðlegt að samþykkja nauðasamninga Glitnis og Kaupþings nema fyrir liggi heildræn stefna um afnám haftanna. Um þessa niðurstöðu, sem hefur legið í loftinu alllengi, ríkti samstaða í nefndinni og miðað við viðbrögðin við henni á það sama við í pólitíkinni. Það þýðir í raun að það er sameiginlegt mat stjórnmálaflokkanna að áætlun stjórnvalda og Seðlabankans um afnám haftanna hafi ekki reynzt raunhæf. Aðrar áætlanir um að ganga enn hraðar til verks, eins og sú sem Samtök atvinnulífsins lögðu fram, eru ekki trúverðugar heldur, enda eru höfundarnir hættir að tala um þá áætlun. Ef „snjóhengjan" brysti og erlendir krónueigendur færu út úr hagkerfinu með eignir sínar yrði afleiðingin líklega sú að gengi krónunnar hryndi enn á ný, með skelfilegum afleiðingum fyrir almenning í landinu; verðbólgu og hækkun lána heimilanna. Það sama gæti gerzt ef kröfuhafar gömlu bankanna fengju borgað út á skömmum tíma. Þá áhættu vill enginn taka. Enginn vill orða það þannig, en þessi niðurstaða felur líka í sér pólitíska samstöðu um að næstu árin er ekki búandi við krónuna nema í höftum. Það felur jafnframt í sér að Ísland er ekki þátttakandi í alþjóðahagkerfinu á jafnréttisgrundvelli. Þegar skýrsla Seðlabankans um kosti Íslands í gjaldeyrismálum kom út sagði seðlabankastjórinn að tækist ekki að losa gjaldeyrishöftin á meðan við byggjum við krónuna yrði að fara í „plan B" eins og hann kallaði það, að afnema höftin í samstarfi við Evrópusambandið. Raunar er vandséð af hverju sá kostur ætti ekki að vera plan A við núverandi kringumstæður. Áætlanir um að afnema höftin án þess að vera með skýrt plan um upptöku nýs gjaldmiðils hafa ekki gengið eftir. Afnám haftanna í samstarfi við ESB, með upptöku evrunnar að markmiði, er áætlun sem er bæði líklegri til að ganga upp og að njóta einhvers trúverðugleika meðal erlendra fjárfesta en þau plön sem hingað til hafa mistekizt. Evrópusambandið hefur lýst sig reiðubúið til viðræðna um slíkt og hefur stofnað starfshóp með Íslandi til að skoða málið sem lið í aðildarviðræðunum. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði á Alþingi fyrir jól: „Er verið að tala um að Evrópusambandið ætli að lána fjármuni til að við getum greitt kröfuhöfum út? Er verið að tala um faglega aðstoð, tæknilega aðstoð? Hvers konar aðstoð er verið að tala um?" Óyggjandi svör við þessum spurningum fær hann ekki nema aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði lokið. Formaður Sjálfstæðisflokksins vill hins vegar slíta viðræðunum, sem hann taldi sjálfur fyrir fáeinum árum að ætti að fara í, einkum vegna óvissu um að krónan væri hentugur framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Það er ágætt að flokkarnir hafi sameiginlega sýn á núverandi stöðu í gjaldeyrismálum. En sameiginlega framtíðarsýn skortir alveg og raunhæft „plan B" um krónu án hafta á enginn til.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun