Úr herbergi í stúdíó Sigur Rósar 31. desember 2012 06:00 Rafhljómsveitin RetRoBot, sigurvegari Músíktilrauna 2012, gefur á morgun út nýja lagið Insomnia og myndband við það."Þetta er það lag sem við höfum lagt mest í," segir Daði Freyr Pétursson meðlimur RetRoBot. Sveitin gaf út smáskífuna Blackout á haustdögum sem hefur fengið góðar viðtökur. Hún er tekin upp í heimahúsi ólíkt nýja laginu, sem var tekið upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar. "Blackout er öll tekin upp í herberginu mínu og hér og þar en við nýttum hljóðverstímana sem við unnum í Músíktilraunum núna," segir Daði. "Pétur Ben var með okkur allan tímann og var að hjálpa okkur að fikta með "gítareffekta" og svo vorum við með hljóðmann. Við lögðum mikið í þetta lag og nýttum fullt af hljóðfærum." Mikil vinna býr einnig að baki myndbandinu. "Það fjallar um náunga sem breytir öllu sem hann snertir í teiknimyndir." En hvernig er það hægt? "Ég er í raun bara að teikna hvern ramma fyrir sig. Þetta er búið að taka mjög langan tíma en þetta fer að klárast," sagði Daði, sem var á fullu að klippa myndbandið fyrir helgi.- hþtHér má sjá myndbandið við nýja lagið. Tónlist Tengdar fréttir Elektró-indí frá Árborg Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. 28. desember 2012 08:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rafhljómsveitin RetRoBot, sigurvegari Músíktilrauna 2012, gefur á morgun út nýja lagið Insomnia og myndband við það."Þetta er það lag sem við höfum lagt mest í," segir Daði Freyr Pétursson meðlimur RetRoBot. Sveitin gaf út smáskífuna Blackout á haustdögum sem hefur fengið góðar viðtökur. Hún er tekin upp í heimahúsi ólíkt nýja laginu, sem var tekið upp í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar. "Blackout er öll tekin upp í herberginu mínu og hér og þar en við nýttum hljóðverstímana sem við unnum í Músíktilraunum núna," segir Daði. "Pétur Ben var með okkur allan tímann og var að hjálpa okkur að fikta með "gítareffekta" og svo vorum við með hljóðmann. Við lögðum mikið í þetta lag og nýttum fullt af hljóðfærum." Mikil vinna býr einnig að baki myndbandinu. "Það fjallar um náunga sem breytir öllu sem hann snertir í teiknimyndir." En hvernig er það hægt? "Ég er í raun bara að teikna hvern ramma fyrir sig. Þetta er búið að taka mjög langan tíma en þetta fer að klárast," sagði Daði, sem var á fullu að klippa myndbandið fyrir helgi.- hþtHér má sjá myndbandið við nýja lagið.
Tónlist Tengdar fréttir Elektró-indí frá Árborg Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. 28. desember 2012 08:00 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Elektró-indí frá Árborg Retrobot er selfysskur kvartett ungra pilta sem vöktu talsverða athygli á árinu þegar þeir sigruðu Músíktilraunir. Þrátt fyrir að rekja uppruna sinn til Selfoss spilar Retrobot ekki sveitaballatónlist í neinum hefðbundnum skilningi – þótt sveitin hafi reyndar spilað á 800 Bar. Skömmu síðar brann 800 Bar. 28. desember 2012 08:00
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“