Sakborningar í Aurum-málinu neituðu sök 7. janúar 2013 09:19 Allir sakborningarnir í Aurum-málinu svokallaða neituðu sök við þingfestingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá lögðu verjendur sakborninga fram sameiginlega bókun þar sem gagnaframlagningu Sérstaks saksóknara er mótmælt. Þá fór Lárus Welding fram á frestun málsins þar sem hann er til rannsóknar í fjölmörgum málum. Hann telur sig eiga rétt á að þau mál verði sameinuð í eitt komi til ákæru í þeim. Sérstakt þinghald vegna þessa fer fram þann 16. janúar næstkomandi. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var aðaleigandi bankans, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi starfsmenn bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 til kaupa á hlut Fons, sem var félag Pálma Haraldssonar, í Aurum Holding, sem rekur vinsælar skartgripaverslanir. FS38 fór í þrot án þess að nokkuð hafi fengist upp í kröfuna. Í ákæru sérstaks saksóknara kemur fram að af þessu sex milljarða króna láni hafi einn milljarður á endanum runnið í vasa Jóns Ásgeirs og annar í vasa Pálma. Rétt er að taka fram að Aurum Holding, sem kemur fyrir í þessu sakamáli, tengist ekki versluninni Aurum í bankastræti.Lárus Welding mætti líka fyrir dóminn. Mynd/ Valli. Aurum Holding málið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Allir sakborningarnir í Aurum-málinu svokallaða neituðu sök við þingfestingu þess í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá lögðu verjendur sakborninga fram sameiginlega bókun þar sem gagnaframlagningu Sérstaks saksóknara er mótmælt. Þá fór Lárus Welding fram á frestun málsins þar sem hann er til rannsóknar í fjölmörgum málum. Hann telur sig eiga rétt á að þau mál verði sameinuð í eitt komi til ákæru í þeim. Sérstakt þinghald vegna þessa fer fram þann 16. janúar næstkomandi. Þeir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jón Ásgeir Jóhannesson, sem var aðaleigandi bankans, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson, fyrrverandi starfsmenn bankans, eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 til kaupa á hlut Fons, sem var félag Pálma Haraldssonar, í Aurum Holding, sem rekur vinsælar skartgripaverslanir. FS38 fór í þrot án þess að nokkuð hafi fengist upp í kröfuna. Í ákæru sérstaks saksóknara kemur fram að af þessu sex milljarða króna láni hafi einn milljarður á endanum runnið í vasa Jóns Ásgeirs og annar í vasa Pálma. Rétt er að taka fram að Aurum Holding, sem kemur fyrir í þessu sakamáli, tengist ekki versluninni Aurum í bankastræti.Lárus Welding mætti líka fyrir dóminn. Mynd/ Valli.
Aurum Holding málið Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira