Körfubolti

Butler aftur til Íslands - búin að semja við Val

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jaleesa Butler.
Jaleesa Butler. Mynd/Anton
Jaleesa Butler, fyrrum leikmaður Hamars og Keflavíkur, er komin aftur í íslenska körfubolann því hún hefur gert samning við lið Vals í Dominos-deild kvenna. Þetta kom fyrst fram á Karfan.is.

Butler hefur leikið bæði með Hamar og Keflavík hér á landi og verður þetta þriðja tímabil hennar í röð hér á landi. Hún kom fyrst til Hamars veturinn 2010-11 en þá var einmitt Ágúst Björgvinsson þjálfari Hvergerðinga en hann þjálfar Val nú.

Jaleesa Butler var með 20,0 stig, 15,0 fráköst, 4,2 varin skot og 3,6 stoðsendingar að meðaltali á Íslandsmótinu í fyrra og var meðal annars kosin besti leikmaður fyrri hluta mótsins. Hún hjálpaði Keflavík að vinna deildarmeistaratitilinn alveg eins og með Hamar árið áður.

„Hún stóð sig mjög vel þegar hún spilaði hjá mér í Hamri og okkar samstarf gekk vel," sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Valskvenna við Karfan.is.

Jaleesa Butler mun væntanlega spila sinn fyrsta leik með Val þegar liðið heimsækir Snæfell í Stykkishólm á laugardaginn en Snæfellskonur hafa unnið tvö örugga sigra á Hlíðarendakonum það sem af er í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×