Handbolti

HM 2013: Heimsmeistarinn fær 14 milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Alþjóðahandknattleikssambandið gefur þremur efstu liðunum á HM í Spáni verðlaunafé sem þau skipta á milli sín.

Samtals mun IHF veita 28 milljónir í verðlaunafé. Sigurvegarinn fær helminginn, silfurliðið 8,5 milljónir og bronsliðið 5,5 milljónir.

Þar að auki fær hvert lið 3,5 milljónir fyrir að taka þátt auk þess sem að IHF greiðir ferðakostnað liðanna til Spánar. Leikmenn allra liðanna eru þar að auki tryggðir af sambandinu á meðan mótinu stendur.

Aðeins heimsmeistarinn tryggir sér sjálfkrafa þátttökurétt á næstu heimsmeistarakeppni. Hún fer fram í Katar eftir tvö ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×