Handbolti

Lærisveinar Patreks unnu Norðmenn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Stefán
Austurríkismenn unnu góðan sigur á Noregi á æfingamóti sem hófst í Svíþjóð í gær. Patrekur Jóhannesson er þjálfari austurríska liðsins.

Hvorki Austurríki né Noregur eru meðal þeirra þjóða sem unnu sér þátttökurétt á HM sem hefst á Spáni í dag. Heimamenn eru vitanlega með á mótinu, sem og Tékkar.

Niðurstaðan var tveggja marka sigur Austurríkis, 34-32, og var Roland Schlinger markahæstur með sex mörk.

„Það var jákvætt að vinna þrátt fyrir að þetta hafi ekki verið okkar besta frammistaða," sagði Patrekur eftir leikinn.

Austurríki er í sterkum riðli í undankeppni EM 2014 og er með tvö stig að loknum tveimur leikjum. Liðið mætir Serbíu næst en þar að auki eru Rússland og Bosnía í sama riðli.

Austurríki mætir Svíum á æfingamótinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×