Körfubolti

Valskonur vandræðalaust í úrslit

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði þrettán stig fyrir Val.
Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði þrettán stig fyrir Val. Mynd/Vilhelm
Valur er komið í úrslit Powerade-bikarkeppni kvenna eftir öruggan sigur á Hamri í Hveragerði, 86-39.

Eins og tölurnar bera með sér voru yfirburðir Valskvenna miklir. Valur er í þriðja sæti Domino's-deild kvenna en Hamar á toppi 1. deildarinnar, þar sem liðið er með fullt hús stiga.

Guðbjörg Sverrisdóttir skoraði sextán stig fyrir Val og Íris Ásgeirsdóttir sextán fyrir Hamar.

Hamar-Valur 39-86 (7-20, 13-24, 6-24, 13-18)

Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 16/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 5, Regína Ösp Guðmundsdóttir 5, Dagný Lísa Davíðsdóttir 4/4 fráköst, Helga Vala Ingvarsdóttir 3, Álfhildur Þorsteinsdóttir 2/9 fráköst, Rannveig Reynisdóttir 2, Jenný Harðardóttir 2, Katrín Eik Össurardóttir 0/7 fráköst.

Valur: Guðbjörg Sverrisdóttir 16/7 fráköst, Jaleesa Butler 15/10 fráköst/6 stoðsendingar/5 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 13, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 8/4 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 8/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7/6 stolnir, Margrét Ósk Einarsdóttir 5, Þórunn Bjarnadóttir 4/5 fráköst, Berglind Karen Ingvarsdóttir 4, María Björnsdóttir 3/6 fráköst, Kristín Óladóttir 2, Sóllilja Bjarnadóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×