Loftið er á sama stað og verslunin Egill Jacobsen var.Myndir/Sigurjón Ragnar
Skemmtistaðurinn Loftið opnaði formlega á efri hæð Austurstrætis 9 á föstudaginn var í sama húsnæði og áður hýsti verslunina Egil Jacobsen og veitingastaðinn La Primavera.
Eins og sjá má á myndunum sem Sigurjón Ragnar ljósmyndari tók voru gestir áberandi kátir enda andrúmsloftið afslappað og rómantískt.