Svikarinn segir Dr. Phil að hann elski Te'o 31. janúar 2013 16:00 Manti Te'o. Heitasta fréttamálið í Bandaríkjunum snýr að ruðningsleikmanninum hjá Notre Dame, Manti Te'o. Hann var plataður skelfilega af vini sínum á netinu og taldi sig eiga í sambandi við stúlku í gegnum internetið. Það sem Te'o vissi ekki var að vinur hans, Ronaiah Tuiasosopo, stóð á bak við málið. Hann setti sig í samband við Te'o á netinu á fölskum forsendum. Kom fram sem stúlka og notaði mynd í leyfisleysi af stúlku sem kom málinu ekkert við. Tuiasosopo ræddi svo margoft við Te'o í síma. Náði hann að breyta rödd sinni þannig að Te'o trúði því að hann væri að tala við stúlku. Þetta netsamband fór svo á mikið flug. Einhverra hluta vegna fór Te'o að tala um hana sem kærustuna sína í fjölmiðlum. Hann hafði samt aldrei hitt hana. Te'o fékk svo samúð þjóðarinnar er hann greindi frá því að amma hans og kærasta hefðu dáið með nokkurra klukkutíma millibili. Hann spilaði leik sama dag þrátt fyrir áfallið og stóð sig vel. Var mikið gert úr þeirri hetjudáð. Síðar kom svo í ljós að þetta var allt eitt heljarinnar svindl. Te'o sver af sér allir sakir í málinu. Segist hafa verið tekinn í bólinu og að málið sé allt hið neyðarlegasta fyrir sig. Ekki trúa þó allir því að hann sé svona saklaus en engu að síður er málið ákaflega neyðarlegt fyrir hann. Nú hefur Tuiasosopo stigið fram í viðtali við sjónvarpssálfræðinginn fræga, Dr. Phil, og lýst því yfir að hann væri ástfanginn af Te'o. Hann viðurkenndi síðan að vera samkynhneigður. Þetta mál er allt hið ævintýralegasta en hér að neðan má sjá smá innslag um þáttinn hjá Dr. Phil sem verður sýndur í kvöld vestanhafs. Erlendar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Heitasta fréttamálið í Bandaríkjunum snýr að ruðningsleikmanninum hjá Notre Dame, Manti Te'o. Hann var plataður skelfilega af vini sínum á netinu og taldi sig eiga í sambandi við stúlku í gegnum internetið. Það sem Te'o vissi ekki var að vinur hans, Ronaiah Tuiasosopo, stóð á bak við málið. Hann setti sig í samband við Te'o á netinu á fölskum forsendum. Kom fram sem stúlka og notaði mynd í leyfisleysi af stúlku sem kom málinu ekkert við. Tuiasosopo ræddi svo margoft við Te'o í síma. Náði hann að breyta rödd sinni þannig að Te'o trúði því að hann væri að tala við stúlku. Þetta netsamband fór svo á mikið flug. Einhverra hluta vegna fór Te'o að tala um hana sem kærustuna sína í fjölmiðlum. Hann hafði samt aldrei hitt hana. Te'o fékk svo samúð þjóðarinnar er hann greindi frá því að amma hans og kærasta hefðu dáið með nokkurra klukkutíma millibili. Hann spilaði leik sama dag þrátt fyrir áfallið og stóð sig vel. Var mikið gert úr þeirri hetjudáð. Síðar kom svo í ljós að þetta var allt eitt heljarinnar svindl. Te'o sver af sér allir sakir í málinu. Segist hafa verið tekinn í bólinu og að málið sé allt hið neyðarlegasta fyrir sig. Ekki trúa þó allir því að hann sé svona saklaus en engu að síður er málið ákaflega neyðarlegt fyrir hann. Nú hefur Tuiasosopo stigið fram í viðtali við sjónvarpssálfræðinginn fræga, Dr. Phil, og lýst því yfir að hann væri ástfanginn af Te'o. Hann viðurkenndi síðan að vera samkynhneigður. Þetta mál er allt hið ævintýralegasta en hér að neðan má sjá smá innslag um þáttinn hjá Dr. Phil sem verður sýndur í kvöld vestanhafs.
Erlendar Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja ÍR - Stjarnan | Síðast unnu ÍR-ingar Keflavík - Ármann | Fylgja þeir eftir sigrinum óvænta? Valur - Þór Þ. | Hvernig svara Valsmenn fyrir sig? Álftanes - ÍA | Botnliðið þarf að glíma við James „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Fiorentina sagt hafa hafnað tilboði Juventus í Albert Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Liverpool þénaði meira en Manchester United í fyrsta sinn Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Big Ben í kvöld: Heimir Guðjóns og Steini Arndal Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Donni þarf líka að fara í aðgerð Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu