Uppselt á Sónar Reykjavík 6. febrúar 2013 14:30 Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME. Sónar Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME.
Sónar Tónlist Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira