Maradona sýknaður eftir 30 ára baráttu eða hvað? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2013 15:15 Diego Maradona. Mynd/Nordic Photos/Getty Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli. Maradona var ákærður fyrir að skulda skattinum næstum því 40 milljónir evra sem eru meira en 6,9 milljarðar íslenskra króna. 36 milljónir af þessari upphæð voru vextir sem höfðu hlaðist upp síðan að Maradona kom til Napoli árið 1984. Diego Maradona getur nú og mun snúa aftur til Napolí-borgar þar sem hann átti mögnuð ár frá 1984 til 1990 og er í huga íbúa mesta íþróttahetjan í sögu borgarinnar. Liðið varð tvisvar ítalskur meistari með hann í fararbroddi. „Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu sem frjáls maður. Hann var sýknaður af öllum ákærum enda hefur hann aldrei stungið undan skattinum. Hann mun koma aftur til Napolí-borgar til þess að segja halló við borgina, Napólíbúa og vonandi fótboltann líka," sagði Angelo Pisani, lögmaður Maradona. Maradona kom reyndar til Napóli árið 2006 en skattalögreglan gerði þá upptæk tvö Rolex-úr, að viðri tíu þúsund evra, til að safna upp í skattaskuld kappans. Í kjölfar þess að lögfræðingur Maradona kom sigurreifur fram í fjölmiðlum á Ítalíu þá sá ítalski skattstjórinn sig tilneyddan til að gefa út yfirlýsingu um að Maradona væri ekki laus allra mála. Þetta mál mun því taka enn lengri tíma og kannski fagnaði lögfræðingur Maradona alltof snemma. Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu á ný án þess að eiga það á hættu að lenda í klónum á skattalögreglunni. Maradona vann í dag mál sem ítalski skatturinn hafði höfðað gegn kappanum. Svo segir lögfræðingur hans en ítalski skatturinn er ekki á sama máli. Maradona var ákærður fyrir að skulda skattinum næstum því 40 milljónir evra sem eru meira en 6,9 milljarðar íslenskra króna. 36 milljónir af þessari upphæð voru vextir sem höfðu hlaðist upp síðan að Maradona kom til Napoli árið 1984. Diego Maradona getur nú og mun snúa aftur til Napolí-borgar þar sem hann átti mögnuð ár frá 1984 til 1990 og er í huga íbúa mesta íþróttahetjan í sögu borgarinnar. Liðið varð tvisvar ítalskur meistari með hann í fararbroddi. „Diego Maradona getur nú snúið aftur til Ítalíu sem frjáls maður. Hann var sýknaður af öllum ákærum enda hefur hann aldrei stungið undan skattinum. Hann mun koma aftur til Napolí-borgar til þess að segja halló við borgina, Napólíbúa og vonandi fótboltann líka," sagði Angelo Pisani, lögmaður Maradona. Maradona kom reyndar til Napóli árið 2006 en skattalögreglan gerði þá upptæk tvö Rolex-úr, að viðri tíu þúsund evra, til að safna upp í skattaskuld kappans. Í kjölfar þess að lögfræðingur Maradona kom sigurreifur fram í fjölmiðlum á Ítalíu þá sá ítalski skattstjórinn sig tilneyddan til að gefa út yfirlýsingu um að Maradona væri ekki laus allra mála. Þetta mál mun því taka enn lengri tíma og kannski fagnaði lögfræðingur Maradona alltof snemma.
Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira