Nýr þriggja strokka Hyundai i20 1. febrúar 2013 10:15 Smár en snotur i20 frá Hyundai með lítilli og eyðslugrannri vél Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent
Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent