Nýr þriggja strokka Hyundai i20 1. febrúar 2013 10:15 Smár en snotur i20 frá Hyundai með lítilli og eyðslugrannri vél Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent
Hefur fengið andlitslyftingu og nýja sparneytna vél. Hyundai i20 bíllinn hefur nú fengið nýja og snaggaralega þriggja strokka dísilvél, sem er spör á sopann. Nýja vélin er aðeins 1,1 lítri að rúmmáli, skilar 75 hestöflum með hjálp túrbínu og 180 Nm í togi. Hún eyðir aðeins 3,8 lítrum í blönduðum akstri og 3,4 lítrum í langkeyrslu. Þessi nýi Hyundai i20 er með breytta innréttingu og hönnun framendans hefur nú fengið svip annara Hyundai bíla. Hyundai i20 með þessari nýju vél kostar nú 2.790.000 kr hjá söluaðila Hyundai á Íslandi, BL. Hann verður frumsýndur hjá Hyundai umboðinu í Kauptúni í Garðabæ um helgina. Þar verður einnig til sýnis ný útgáfa af Hyundai i30 wagon sem ekki hefur sést áður. Hægt verður að reynsluaka báðum bílunum á laugardaginn milli kl. 12 og 16.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent