Hagnaður GM 632 milljarðar Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 13:15 Hagnaður féll þó um 38% á milli ára. Flestum fyrirtækjum þætti ágætt að skila á sjöunda hundrað milljarða króna hagnaði á síðasta ári en staðreyndin er sú að hagnaður GM féll um 38% milli ára. Árið 2011 hagnaðist General Motors um 1.020 milljarða króna. Nokkrar skýringar eru gefnar á lækkun hagnaðarins, sú helsta erfið bílasala í Evrópu en einnig mikil framlög til lífeyrissjóða starfsmanna GM og miklar fjárfestingar. Þær upphæðir sem þar liggja að baki skýra þó ekki út mismuninn á hagnaði fyrirtækisins á milli ára og því hefur kostnaður í rekstri hækkað verulega eða að framlegð á hvern seldan bíl hefur lækkað mikið, eða hvorttveggja gerst í senn. Þessi munur er ekki skýrður í fréttatilkynningu GM og ýmsir ósáttir við útskýringar fyrirtækisins. Dan Akerson forstjóri GM er þó bjartsýnn á þetta ár og segir að það muni setja á markað marga nýja og spennandi bíla í ár, en einnig gæta mjög að kostnaði. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent
Hagnaður féll þó um 38% á milli ára. Flestum fyrirtækjum þætti ágætt að skila á sjöunda hundrað milljarða króna hagnaði á síðasta ári en staðreyndin er sú að hagnaður GM féll um 38% milli ára. Árið 2011 hagnaðist General Motors um 1.020 milljarða króna. Nokkrar skýringar eru gefnar á lækkun hagnaðarins, sú helsta erfið bílasala í Evrópu en einnig mikil framlög til lífeyrissjóða starfsmanna GM og miklar fjárfestingar. Þær upphæðir sem þar liggja að baki skýra þó ekki út mismuninn á hagnaði fyrirtækisins á milli ára og því hefur kostnaður í rekstri hækkað verulega eða að framlegð á hvern seldan bíl hefur lækkað mikið, eða hvorttveggja gerst í senn. Þessi munur er ekki skýrður í fréttatilkynningu GM og ýmsir ósáttir við útskýringar fyrirtækisins. Dan Akerson forstjóri GM er þó bjartsýnn á þetta ár og segir að það muni setja á markað marga nýja og spennandi bíla í ár, en einnig gæta mjög að kostnaði.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent