Hagnaður GM 632 milljarðar Finnur Thorlacius skrifar 15. febrúar 2013 13:15 Hagnaður féll þó um 38% á milli ára. Flestum fyrirtækjum þætti ágætt að skila á sjöunda hundrað milljarða króna hagnaði á síðasta ári en staðreyndin er sú að hagnaður GM féll um 38% milli ára. Árið 2011 hagnaðist General Motors um 1.020 milljarða króna. Nokkrar skýringar eru gefnar á lækkun hagnaðarins, sú helsta erfið bílasala í Evrópu en einnig mikil framlög til lífeyrissjóða starfsmanna GM og miklar fjárfestingar. Þær upphæðir sem þar liggja að baki skýra þó ekki út mismuninn á hagnaði fyrirtækisins á milli ára og því hefur kostnaður í rekstri hækkað verulega eða að framlegð á hvern seldan bíl hefur lækkað mikið, eða hvorttveggja gerst í senn. Þessi munur er ekki skýrður í fréttatilkynningu GM og ýmsir ósáttir við útskýringar fyrirtækisins. Dan Akerson forstjóri GM er þó bjartsýnn á þetta ár og segir að það muni setja á markað marga nýja og spennandi bíla í ár, en einnig gæta mjög að kostnaði. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent
Hagnaður féll þó um 38% á milli ára. Flestum fyrirtækjum þætti ágætt að skila á sjöunda hundrað milljarða króna hagnaði á síðasta ári en staðreyndin er sú að hagnaður GM féll um 38% milli ára. Árið 2011 hagnaðist General Motors um 1.020 milljarða króna. Nokkrar skýringar eru gefnar á lækkun hagnaðarins, sú helsta erfið bílasala í Evrópu en einnig mikil framlög til lífeyrissjóða starfsmanna GM og miklar fjárfestingar. Þær upphæðir sem þar liggja að baki skýra þó ekki út mismuninn á hagnaði fyrirtækisins á milli ára og því hefur kostnaður í rekstri hækkað verulega eða að framlegð á hvern seldan bíl hefur lækkað mikið, eða hvorttveggja gerst í senn. Þessi munur er ekki skýrður í fréttatilkynningu GM og ýmsir ósáttir við útskýringar fyrirtækisins. Dan Akerson forstjóri GM er þó bjartsýnn á þetta ár og segir að það muni setja á markað marga nýja og spennandi bíla í ár, en einnig gæta mjög að kostnaði.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent