McCallum tryggði KR sjötta sigurinn í röð - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2013 21:06 Shannon McCallum Mynd/Stefán KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Shannon McCallum tryggði KR 62-61 sigur á Val með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok en hún á mikinn þátt í því að KR er búið að vinna sex leiki í röð. McCallum skoraði alls 38 stig í kvöld. Þórunn Bjarnadóttir kom Val í 61-60 með þriggja stiga körfu 5 sekúndum fyrir leikslok en það var nægur tími fyrir McCallum að skora sigurkörfuna í leiknum. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Vodafone-höllinni og tók myndirnar hér fyrir ofan. Haukakonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð þegar þær unnu Njarðvík 68-63 í Ljónagryfjunni. Á sama tíma og Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð hefur Haukaliðið unnið þrjá leiki í röð og því munar aðeins tveimur stigum á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvík var átta stigum yfir í hálfleik, 34-26, en Haukar unnu þriðja leikhlutann 19-11 og tryggðu sér svo sigur með því að vinna lokaleikhlutann 23-18. Keflavík er áfram með fjögurra stiga forskot á Snæfell í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta en bæði lið unnu góða heimasigra í leikjum sínum í kvöld. Keflavík vann 28 stiga sigur á Grindavík, 86-58, en Keflavíkurliðið hafði í leiknum á undan tapað sínum fyrsta leik eftir sigur liðsins í bikarúrslitunum. Snæfell vann sextán stiga sigur á Fjölni, 92-76, en Snæfellsliðið var búið að tapa þremur heimaleikjum í röð í deild og bikar.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12)Keflavík: Jessica Ann Jenkins 26/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/11 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Lane Figueroa Sicat 2.Njarðvík-Haukar 63-68 (12-13, 22-13, 11-19, 18-23)Njarðvík: Lele Hardy 25/21 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 16, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6.Haukar: Siarre Evans 20/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2.Snæfell-Fjölnir 92-76 (20-18, 21-17, 24-21, 27-20)Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 36/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2.Valur-KR 61-62 (12-16, 19-16, 11-11, 19-19)Valur: Jaleesa Butler 22/18 fráköst/5 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/5 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Shannon McCallum 38/13 fráköst/8 stolnir, Ína María Einarsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira
KR-konur héldu sigurgöngu sinni á fram í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld þegar liðið vann eins stigs sigur á Val, 62-61, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu á sama tíma endurkomusigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni og nú munar aðeins tveimur stigum á Val og Haukum í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Shannon McCallum tryggði KR 62-61 sigur á Val með því að skora sigurkörfuna rétt fyrir leikslok en hún á mikinn þátt í því að KR er búið að vinna sex leiki í röð. McCallum skoraði alls 38 stig í kvöld. Þórunn Bjarnadóttir kom Val í 61-60 með þriggja stiga körfu 5 sekúndum fyrir leikslok en það var nægur tími fyrir McCallum að skora sigurkörfuna í leiknum. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, mætti á leikinn í Vodafone-höllinni og tók myndirnar hér fyrir ofan. Haukakonur fögnuðu sínum þriðja sigri í röð þegar þær unnu Njarðvík 68-63 í Ljónagryfjunni. Á sama tíma og Valur er búið að tapa þremur deildarleikjum í röð hefur Haukaliðið unnið þrjá leiki í röð og því munar aðeins tveimur stigum á liðunum í 4. og 5. sæti deildarinnar. Njarðvík var átta stigum yfir í hálfleik, 34-26, en Haukar unnu þriðja leikhlutann 19-11 og tryggðu sér svo sigur með því að vinna lokaleikhlutann 23-18. Keflavík er áfram með fjögurra stiga forskot á Snæfell í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í Dominos-deild kvenna í körfubolta en bæði lið unnu góða heimasigra í leikjum sínum í kvöld. Keflavík vann 28 stiga sigur á Grindavík, 86-58, en Keflavíkurliðið hafði í leiknum á undan tapað sínum fyrsta leik eftir sigur liðsins í bikarúrslitunum. Snæfell vann sextán stiga sigur á Fjölni, 92-76, en Snæfellsliðið var búið að tapa þremur heimaleikjum í röð í deild og bikar.Úrslit og stigaskor í leikjum kvöldsins:Keflavík-Grindavík 86-58 (18-18, 19-17, 30-11, 19-12)Keflavík: Jessica Ann Jenkins 26/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/8 stoðsendingar/5 stolnir, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/11 fráköst/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 10/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 8, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 3.Grindavík: Crystal Smith 18/4 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 8/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 8, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/8 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3, Eyrún Ösp Ottósdóttir 3, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/8 fráköst, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 2, Julia Lane Figueroa Sicat 2.Njarðvík-Haukar 63-68 (12-13, 22-13, 11-19, 18-23)Njarðvík: Lele Hardy 25/21 fráköst/9 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 16, Svava Ósk Stefánsdóttir 10, Salbjörg Sævarsdóttir 6/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6.Haukar: Siarre Evans 20/17 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 14/5 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 10/5 fráköst, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 9/5 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 5/5 fráköst, María Lind Sigurðardóttir 4/5 fráköst, Auður Íris Ólafsdóttir 4, Sólrún Inga Gísladóttir 2.Snæfell-Fjölnir 92-76 (20-18, 21-17, 24-21, 27-20)Snæfell: Kieraah Marlow 26/15 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 25/7 fráköst/10 stoðsendingar, Alda Leif Jónsdóttir 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 10/4 fráköst, Hildur Björg Kjartansdóttir 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3/4 fráköst, Rósa Indriðadóttir 2.Fjölnir: Britney Jones 36/5 stoðsendingar, Fanney Lind Guðmundsdóttir 14/6 fráköst, Bergdís Ragnarsdóttir 12/8 fráköst, Sigrún Anna Ragnarsdóttir 6, Hrund Jóhannsdóttir 6/7 fráköst, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2.Valur-KR 61-62 (12-16, 19-16, 11-11, 19-19)Valur: Jaleesa Butler 22/18 fráköst/5 varin skot, Kristrún Sigurjónsdóttir 19/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10/5 stolnir, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 5/4 fráköst, Þórunn Bjarnadóttir 5/6 fráköst/5 stoðsendingar.KR: Shannon McCallum 38/13 fráköst/8 stolnir, Ína María Einarsdóttir 5, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 4/7 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 4, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 4/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 4/6 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira