Körfubolti

Njarðvík vann á Ísafirði | Pitts með 45 stig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Ingi Jóhannsson ræðir við Elvar Már Friðriksson.
Einar Ingi Jóhannsson ræðir við Elvar Már Friðriksson. Mynd/Valli
Njarðvíkingar gerðu góða ferð vestur á firði þar sem liðið hafði betur gegn heimamönnum í KFÍ, 119-93.

Njarðvík spilaði grimman sóknarleik í fyrri hálfleik og skoraði þá 65 stig gegn 43 hjá KFÍ. Sigurinn var svo aldrei í hættu í síðari hálfleik.

Damier Pitts átti enn einn stórleikinn fyrir KFÍ og skoraði 45 stig, auk þess að taka átta fráköst og gefa átta stoðsendingar.

Pitts hefur skorað að meðaltali 41,5 stig í leik og meira en 30 stig í öllum nema fyrsta leik sínum með Ísfirðingum. Tyrone Bradshaw kom næstur í liði KFÍ í kvöld með fimmtán stig.

Nigel Moore skoraði 34 stig fyrir Njarðvík en hann tók einnig átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Elvar Már Friðriksson átti einnig góðan leik og skoraði 20 stig.

Njarðvík er í sjöunda sæti deildarinnar með átján stig og er nú með sex stiga forystu á næsta lið, Skallagrím. KFÍ er í níunda sætinu með tíu stig.

KFÍ-Njarðvík 93-119 (22-30, 21-35, 28-23, 22-31)

KFÍ: Damier Erik Pitts 45/8 fráköst/8 stoðsendingar, Tyrone Lorenzo Bradshaw 15/6 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 12/14 fráköst, Kristján Pétur Andrésson 8/5 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 6, Hlynur Hreinsson 3, Guðmundur Jóhann Guðmundsson 2, Stefán Diegó Garcia 2.

Njarðvík: Nigel Moore 34/8 fráköst/6 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 20, Ólafur Helgi Jónsson 16, Marcus Van 15/10 fráköst, Ágúst Orrason 13, Maciej Stanislav Baginski 10, Oddur Birnir Pétursson 4, Friðrik E. Stefánsson 3/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2, Kristján Rúnar Sigurðsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×